Heimir var valinn í mars og fær næstum hundrað milljónir í árslaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júlí 2024 15:26 Heimir Hallgrímsson á blaðamannafundinum í dag. getty/Seb Daly Írska knattspyrnusambandið ákvað í mars að ráða Heimi Hallgrímsson sem þjálfara karlalandsliðsins. Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Heimir sat sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari írska landsliðsins í dag. Með honum á fundinum var Marc Canham, íþróttastjóri írska knattspyrnusambandsins. Hann var spurður út þjálfaraleit írska knattspyrnusambandsins sem tók 231 dag. Stephen Kenny hætti sem þjálfari írska liðsins í nóvember í fyrra og John O'Shea stýrði því þar til tilkynnt var um ráðningu Heimis í gær. Voru tilbúnir að bíða Að sögn Canham er nokkuð síðan ákveðið var að ráða Heimi sem þjálfara írska landsliðsins. „Í mars ákvað valnefndin okkar að Heimir væri okkar fyrsti kostur,“ sagði Canham. „En hann var mjög trúr jamaíska landsliðinu. Við virtum þá ákvörðun, héldum sambandi við Heimi og vorum tilbúnir að bíða eftir því að hann yrði laus.“ Írska knattspyrnusambandið sagði upphaflega að nýi landsliðsþjálfarinn yrði kynntur snemma í apríl. Canham sagði að það hefðu verið mistök. Betra hefði verið að segja að sambandið ætlaði sér að finna rétta manninn í starfið, sama hversu langan tíma það tæki. Blaðamannafund Heimis má sjá hér fyrir neðan. Samkvæmt frétt Independent á Írlandi fær Heimir hærri laun en Kenny var með. Hann var með 550 þúsund evrur í árslaun en Heimir fær 650 þúsund evrur sem samsvarar um 97 milljónum íslenskra króna. Þá fær Heimir veglegan bónus ef hann kemur Írlandi á HM 2026. Fyrsta verkefni Heimis með Írland er B-deild Þjóðadeildarinnar í haust. Þar eru Írar í riðli með Englendingum, Grikkjum og Finnum. Heimir stýrir Írlandi í fyrsta sinn gegn Englandi í Dublin 7. september.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Tengdar fréttir Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47 Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02 „Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45 Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08 „Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20 Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51 Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Heimir flytur til Írlands og vill halda O'Shea Heimir Hallgrímsson sat fyrir svörum á sínum fyrsta blaðamannafundi sem þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta í dag. 11. júlí 2024 14:47
Heimir og eyjarnar hans Heimir Hallgrímsson er sannkallaður Eyjamaður. Á því leikur enginn vafi. Það er ekki nóg með að hann sé uppalinn á Heimaey í Vestmannaeyjum þá hefur hann þjálfað hvert eyríkið á fætur öðru. Nú síðast tók hann við sem landsliðsþjálfari Írlands. 11. júlí 2024 10:02
„Þá mun hann aldrei þurfa að kaupa sér pintu af Guinness“ Írinn John Andrews, þjálfari Víkings í Bestu deild kvenna, er ánægður með ráðningu Heimis Hallgrímssonar sem nýs landsliðsþjálfara þeirra írsku. 10. júlí 2024 19:45
Írar misspenntir fyrir Heimi Margt hefur verið sagt og ritað um Heimi Hallgrímsson eftir að ráðning hans sem nýs þjálfara landsliðs Íra í fótbolta kom sem þruma úr heiðskíru lofti síðdegis. Wikipedia síða Heimis fékk meðal annars að finna fyrir því. 10. júlí 2024 16:08
„Mikilvægur dagur fyrir írskan fótbolta“ Heimir Hallgrímsson varð fyrsti kostur írska knattspyrnusambandsins í starf þjálfara karlalandsliðsins fyrr á þessu ári. Nokkur atriði vógu þar þungt. Framkvæmdastjóri írska knattspyrnusambandsins talar um stóran dag í írskum fótbolta. 10. júlí 2024 15:20
Biðu í átta mánuði áður en þeir réðu Heimi Óhætt er að segja að írska knattspyrnusambandið hafi sér sinn tíma í að finna nýjan þjálfara fyrir karlalandsliðið. En hann er nú fundinn; sjálfur Heimir Hallgrímsson. 10. júlí 2024 14:51
Heimir tekur við írska landsliðinu Heimir Hallgrímsson hefur verið ráðinn þjálfari írska karlalandsliðsins í fótbolta. Hann stýrir Írum í Þjóðadeildinni og undankeppni HM 2026. 10. júlí 2024 14:19