„Ég er í sjokki eftir þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 11. júlí 2024 22:00 Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var ósáttur eftir leik Vísir/Pawel Cieslikiewicz KR tapaði 1-0 gegn Fram á Lambhagavellinum. Pálmi Rafn Pálmason, þjálfari KR, var verulega ósáttur út í dómgæsluna. „Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum. KR Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira
„Fyrir utan fyrstu fimmtán mínúturnar stýrðum við leiknum frá a-ö en svo lengi sem við skorum ekki þá vinnum við ekki,“ sagði Pálmi Rafn í viðtali eftir sitt fyrsta tap sem þjálfari KR. Guðmundur Magnússon, leikmaður Fram, skoraði eina markið og að mati Pálma var það gegn gangi leiksins. „Eftir fyrstu fimmtán mínúturnar stjórnuðum við þessum leik. Það er ótrúlega vont að fara héðan með núll stig og við áttum það ekki skilið.“ Það var mikill hiti í uppbótartímanum þar sem Tryggvi Snær Geirsson, leikmaður Fram, og Alex Þór Hauksson, leikmaður KR, fengu báðir rautt spjald fyrir aðra áminningu. Pálmi var mjög ósáttur út í Twana Khalid Ahmed, dómara leiksins, en reyndi að halda aftur af sér. „Ég er löngu hættur að skilja þetta. Við vorum með þennan dómara fyrir norðan og vorum aftur með hann í dag. Það er rosalega margt sem mig langar að segja en ætla að einbeita mér að mínu liði. Ég vissi ekki til þess að þetta mætti í fótbolta og ég er í sjokki eftir þennan leik.“ Pálmi var einnig verulega ósáttur að hafa ekki fengið vítaspyrnu skömmu síðar þar sem Magnús Þórðarson, leikmaður Fram, rak fótinn út og felldi Aron Sigurðarson niður inni í vítateig. „Þetta var ótrúlegt. Það virðist vera auðvelt fyrir hann að sleppa öllu sem átti að vera fyrir okkur en það var ekki á hinn veginn og ef hann var að dýfa sér þá átti Aron að fá gult fyrir leikaraskap. Ég hélt að það væri þannig en ég veit ekki eftir hvaða línu hann var að fara.“ Þetta var fyrsta tap Pálma Rafns sem þjálfari KR en hann hafði gert þrjú jafntefli fram að þessum leik. Aðspurður hvort þetta sé erfiðara verkefni en hann átti von á sagði Pálmi að svo væri ekki. „Nei, ég vissi nákvæmlega hvernig þetta yrði og það hefur frekar komið mér á óvart hvað þetta er skemmtilegt og krefjandi en ég vissi að þetta yrði erfitt,“ sagði Pálmi Rafn að lokum.
KR Besta deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Í beinni: KR - Grindavík | Bæði lið geta jafnað toppliðið að stigum Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars „Hann plataði mig algerlega“ Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Tom Brady klónaði uppáhaldshundinn sinn Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjá meira