Þrefalt hærri vextir geri samkeppnina erfiða Boði Logason skrifar 12. júlí 2024 11:54 Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Mynd/Egill Forstjóri Bílaleigu Akureyrar segir að háir vextir Seðlabanka Íslands fæli ferðamenn frá landinu. Að minnsta kosti 10 prósent samdráttur er hjá bílaleigunni í sumar miðað við sama tíma í fyrra. „Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
„Staðan er ekki slæm, það eru ekki blikur á lofti - það er svolítið djúpt í árina tekið, en hún er náttúrulega alls ekki eins og menn vonuðust eftir það er alveg ljóst. Það er samdráttur miðað við hvernig staðan var í fyrra allavega,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar. Steingrímur var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar greindi hann frá því að samdrátturinn hjá fyrirtækinu sé um 10 prósent, miðað við sumarið í fyrra. Margt spili inn í til dæmis hafi 18 prósent færri ferðamenn komið til landsins í júní miðað við sama mánuð í fyrra og þá stoppi ferðamenn styttra á landinu. Það sé alls ekki ein ástæða fyrir því að ástandið í greininni sé eins og það er. „Ég var að koma frá Noregi og talaði þar við fólk sem þekkir Ísland vel, það voru fleiri að tala um eldgos en ég hafði reiknað með. Það er líka talað um dýrt matarverð og gistinguna, sem hefur hækkað töluvert á Íslandi,“ segir hann. Þá segir hann að vextir Seðlabanka Íslands séu úti á túni. „Við erum að borga þrefalda vexti á við samkeppnislöndin okkar og það segir sig sjálft þegar þú ert í fjárfrekri starfsemi, hvort sem það er gisting eða bílaleiga, þá þarftu að verðleggja þig úr frá þeim kostnaði sem liggur fyrir.“ Íslandsstofa og fyrirtækin í ferðaþjónustu á Íslandi hafi mátt vera duglegri að kynna landið úti í hinum stóra heimi. Mikið sé um rangar upplýsingar og nefnir sem dæmi að á forsíðu New York Times í mars síðastliðinn hafi verið mynd þar sem Reykjavík virtist í ljósum logum.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Bítið Bylgjan Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira