Leitaði til Kanada til að finna leikmann fyrir kvennalið Vals Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2024 14:01 Kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino spilar næsta vetur með Val í Bónus deild kvenna í körfubolta. @bccderthonabasket Valsmenn hafa samið við nýjan erlendan leikmann fyrir kvennakörfuboltalið félagsins. Leikmaðurinn er kanadíski-ítalski framherjinn Alyssa Cerino. Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira
Valur hafði áður samið við bandaríska leikstjórnandann JuToreyiu Willis. Valsliðið missti frá sér Íslandsmeistaratitilinn í vor en er nú að safna liði. Alyssa spilaði með Scrivia í A2 deildinni á Ítalíu á síðasta tímabili en liðið vann úrslitakeppnina og fór upp í efstu deild. Alyssa skilaði 10,0 stigum og 6,3 fráköstum að meðaltali í leik en hún hitti úr 33 prósent þriggja stiga skota sinna og 68 prósent vítanna. Tímabilið á undan spilaði hún með FIBA Euro Cup liðinu Sportiva frá Portúgal og var þá með 8,5 stig og 7,5 fráköst í leik. Alyssa er fædd 1997 og hélt upp á 27 ára afmælið á dögunum. Hún er 184 sentímetrar á hæð. Hún spilaði með Carleton Ravens í háskólaboltanum í Kanada áður en hún fór í atvinnumennsku. Liðið vann tvo meistaratitla meðan hún var í skólanum og hún var einu sinni valin mikilvægasti leikmaðurinn í úrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa) Jamil Abiad, nýr þjálfari Valsliðsins, þekkir vel til Alyssu en hann fylgdist með henni í Kanada: „Þegar ég fór að leita að leikmönnum í maí hafði ég strax samband við Alyssu. Hún smellpassar við okkar lið og þann bolta sem ég vil að við spilum. Mjög fjölhæfur leikmaður og góð á báðum endum vallarins,“ sagði Jamil Abiad í frétt á miðlum Vals. JuToreyia Willi er fædd árið 2000 og spilaði á síðasta tímabili í efstu deild í Sviss þar sem hún var valin varnarmaður ársins og í „annað“ úrvalslið ársins. Hún spilaði með Golden Tigers í Tuskegee háskólanum í Alabama þar sem hún skoraði yfir þúsund stig á ferli sínum en aðeins tveimur öðrum leikmönnum hefur tekist það. View this post on Instagram A post shared by Valur Körfubolti (@valurkarfa)
Subway-deild kvenna Valur Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti Amanda mætt aftur „heim“ Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Sjá meira