Kemur inn í umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu Valur Páll Eiríksson skrifar 14. júlí 2024 08:02 Heimir ásamt yfirmönnum sínum David Courell og Marc Canham. Getty Írskur blaðamaður segir skiptar skoðanir um ráðningu Heimis Hallgrímssonar. Heimir kemur inn í sérstakt umhverfi hjá írska knattspyrnusambandinu, og mikið gustað það síðustu ár. Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Gavin Cummiskey, blaðamaður hjá Irish Times.Irish Times Heimir var kynntur sem nýr þjálfari Írlands í fyrradag og sat fyrir svörum á blaðamannafundi í gær. En hvernig tekur írska þjóðin í ráðninguna? „Menn þurftu satt að segja að fletta honum upp. Þangað til maður lítur til baka á frábæran árangur Íslands. Allir vita að Ísland sigraði England á EM 2016. Fólk vissi bara ekki hver hann var en þegar það áttaði sig á að hann hefði gert þetta og þeim árangri sem hann hefur náð á síðustu árum,“ segir Gavin Cummiskey, blaðamaður á Irish Times, í Sportpakkanum á Stöð 2. „Viðbrögðin hafa verið í lagi. Dálitlar efasemdir, menn eru ekki alveg vissir en ég held að menn muni styðja hann.“ Ólgusjór hjá sambandinu Gengið hefur á ýmsu hjá knattspyrnusambandinu síðustu ár þar sem meint spillingarmál koma fyrir. Þá þurfti írska ríkið að bjarga sambandinu frá gjaldþroti. Aðeins örfáir dagar síðan knattspyrnusambandið þurfti að biðjast afsökunar á kynferðisofbeldi af hálfu þjálfara á vegum þess á 10. Áratugnum og Damien Duff fyrrum aðstoðarþjálfari Írlands gagnrýndi sambandið harðlega í víkunni. Það er því vert að spyrja hvernig umhverfi bíður Heimis. „Hann kemur inn í mjög áhugavert umhverfi þar sem fólk hefur séð spillingu og séð menn gefa loforð sem þeir hafa ekki staðið við,“ segir Cummiskey. „Það mikilvægasta sem hann hefur gert síðustu daga er að vera ekki með neitt kjaftæði, hann var hreinskilinn.“ „Hann sagðist vita hvað hann þyrfti að gera, í hverju hann yrði að vinna. Hann reyndi ekki að sykurhúða það. Hann virðist tala hreint út og það er svo mikilvægt fyrir það sem hann þarf að gera,“ segir Cummiskey. HM-sæti veiti ríkisborgararétt Heimir hefur því verk að vinna. „Hann stendur frammi fyrir mörgum áskorunum en ef hann nær óvæntum úrslitum eins og hjá Jamaíka og Íslandi og náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem við væntum þess að vinna þá hverfa svo mörg vandamál,“ „Ef hann kemur þeim á HM fær hann strax írskan ríkisborgararétt,“ segir Cummiskey. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira