„Það er allt búið að vera á floti hérna“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 14. júlí 2024 17:50 Verið var að moka efni úr á í Grundarfirði með þessari gröfu, þegar flæddi hressilega upp úr árbakkanum. Hún var tekin upp úr vatninu og komst lífs af. Björg Ágústsdóttir Gífurleg úrkoma hefur verið víða um vestanvert landið síðustu daga. Í Grundarfirði er úrkoman „algerlega fáheyrð“ þar sem úrkoma mældist 227,1 mm frá kl 9 í gær til 9 í dag. Víða hefur flætt yfir tún og vegi. Bóndi í Dölum segir „fína og snyrtilega lindará“ við bæ hennar nú líta út eins og heljarinnar jökulsá. Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar hefur áhyggjur af ástandi vega og álagi á fráveitukerfinu. „Þetta er svaaakalegt. Síðan í dag og í gær hefur rignt alveg svakalega. Hér var úrhelli allan daginn í gær, og maður sá bara hvernig áin óx, þetta er bara klikkun!“ segir Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld, bóndi á Hólum, bóndabæ og dýraathvarfi, í Hvammsveit í Dölum. Hún birti myndir sem sýna gífurlega vatnavexti sem urðu í Laxá í Hvammsveit, sem rennur framhjá bæ hennar. „Okkar litla á, sem er yfirleitt hrein og fín á sumrin, núna er hún eins og Jökulsá,“ segir Rebecca. Laxá í Hvammsveit í Dölum í gær. Rebecca segir hana yfirleitt tæra og fína á þessum tíma árs.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Áin í dag. Eitthvað hefur minnkað í henni frá gærdeginum, en ennþá er hún mun umfangsmeiri en venjan er á þessum tíma árs, segir Rebecca.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Rebecca segir að hún og krakkar hennar hafi einmitt átt veiðidag í ánni, þegar úrhellisrigningin var í gær. Þau gátu auðvitað ekki farið að veiða. „Krakkarnir voru bara í sorg hérna!“ segir hún, en svo segir hæun að þetta sé í lagi og þau fari bara að veiða seinna. Endurnar vildu ekki leika sér í ánni „Það var svo vont veður í ánni í gær, að endurnar mínar sem venjulega slappa af í ánni allan daginn stóðu bara á bakkanum og horfðu á ánna. Svo í morgun voru þær farnar að svamla aftur,“ segir Rebecca. Hjalti Freyr, bóndi og eiginmaður Rebeccu, segir að aldrei hafi verið svona mikill vatnagangur í ánni á þessum tíma árs. „Þetta hefur stundum gerst að vori í miklum umhleypingum og leysingum, en ekki í júlí,“ segir hann. Áin flæddi verulega yfir venjulega árbakkann.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Hann hafi áður séð ánna í svona ham, en ekki á þessum tíma árs. „Þetta er eitthvað alveg nýtt fyrir manni.“ Hann segir að verið sé að leggja nýjan veg um sveitina, og það hafi runnið aðeins úr vegöxlinni. „Svosem ekkert mikið, en rann engu að síður aðeins úr kantinum á veginum.“ Aurskriða féll yfir veginn í Svínadal í gær, og vegurinn var lokaður í um hálftíma meðan verið var að hreinsa hann. Guðrúnarlaug í Sælingsdalstungu, mjög drullug vegna úrhellis síðustu daga. Ekkert sérstaklega freistandi að dýfa sér ofan í.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Flæddi yfir veginn báðum megin Grundarfjarðar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir að flætt hafi yfir Snæfellsnesveg, bæði vestan og austan við bæinn. Rigningin í gær hafi verið gríðarleg. ÚffBjörg Ágústsdóttir Rigningin er ennþá mikil, þótt dregið hafi verulega úr henni frá því í gær. „Það er varla farandi út með hundinn!“ sagði hún, en þegar fréttastofa setti sig í samband við hana í dag var hún að gera sig klára fyrir göngutúr dagsins. Vatnið rennur yfir veginn vestan Grundarfjarðar í gær.JÓK Björg hefur áhyggjur af þjóðveginum á svæðinu, en hún segir veikleika vera á veginum á Snæfellsnesi sem mikil rigning til lengri tíma geti haft slæm áhrif á. Það séu svæði „þar sem undirbygging vega, ástand þeirra og klæðningar bjóða ekki upp á það að taka við svona mikilli rigningu.“ Víða séu brotnir kantar úr klæðningunni, og þar sem kvarnast hefur úr köntum myndist pollar og þannig geti vegurinn orðið hættulegur vegfarendum. „Þannig þetta er ekki á bætandi.“ Hér flæddi hressilega yfir túnið.Björg Ágústsdóttir Einnig ráði fráveitukerfið illa við svona mikla rigningu. Nú fari öll rigning í fráveitukerfi bæjarins, sameinist skólpi og fari út í sjó. Þegar rigni svona mikið valdi það miklu álagi á kerfið, en það geti leitt til þess að upp úr flæði úr niðurföllum hjá fólki. Það hafi þó ekki gerst í gær. Hér hefur flætt yfir tún.Björg Ágústsdóttir Björg segir bæinn farinn af stað í verkefni sem snýst um að taka betur á móti rigningunni, og reyna aðskilja hana þannig hún fari ekki í fráveitukerfið. Til dæmis standi til að búa til fleiri svæði þar sem náttúran tekur við þessu, en með því að hafa fleiri græn svæði sem eru gegndræp, losni þau við meira rigningarvatn. Í verkefninu sé unnið eftir stefnu sem miðar að því að taka betur á móti rigningarvatni. Kirkjufell, alltaf tignarlegt.Björg Ágústsdóttir Áin var verulega vatnsmikil.Björg Ágústsdóttir „Við höfum sem betur fer ekki búið við hættu af skriðuföllum,“ segir Björg. Engu að síður geti tjón orðið við það þegar tún og vegir séu umflotin vatni. Hér þyrfti maður helst stígvél.Björg Ágústsdóttir Mikill litamunur er á sjónum og öllu vatninu úr leysingunum.Björg Ágústsdóttir Þetta gæti allt eins verið heljarinnar jökulsáBjörg Ágústsdóttir Pollur í grasinu í Grundarfirði. Fuglar spóka sig.Björg Ágústsdóttir islensktsumar.isBjörg Ágústsdóttir Í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Myndir frá skotsvæðinu í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Jahérna hér.Björg Ágústsdóttir Veður Grundarfjörður Dalabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira
„Þetta er svaaakalegt. Síðan í dag og í gær hefur rignt alveg svakalega. Hér var úrhelli allan daginn í gær, og maður sá bara hvernig áin óx, þetta er bara klikkun!“ segir Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld, bóndi á Hólum, bóndabæ og dýraathvarfi, í Hvammsveit í Dölum. Hún birti myndir sem sýna gífurlega vatnavexti sem urðu í Laxá í Hvammsveit, sem rennur framhjá bæ hennar. „Okkar litla á, sem er yfirleitt hrein og fín á sumrin, núna er hún eins og Jökulsá,“ segir Rebecca. Laxá í Hvammsveit í Dölum í gær. Rebecca segir hana yfirleitt tæra og fína á þessum tíma árs.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Áin í dag. Eitthvað hefur minnkað í henni frá gærdeginum, en ennþá er hún mun umfangsmeiri en venjan er á þessum tíma árs, segir Rebecca.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Rebecca segir að hún og krakkar hennar hafi einmitt átt veiðidag í ánni, þegar úrhellisrigningin var í gær. Þau gátu auðvitað ekki farið að veiða. „Krakkarnir voru bara í sorg hérna!“ segir hún, en svo segir hæun að þetta sé í lagi og þau fari bara að veiða seinna. Endurnar vildu ekki leika sér í ánni „Það var svo vont veður í ánni í gær, að endurnar mínar sem venjulega slappa af í ánni allan daginn stóðu bara á bakkanum og horfðu á ánna. Svo í morgun voru þær farnar að svamla aftur,“ segir Rebecca. Hjalti Freyr, bóndi og eiginmaður Rebeccu, segir að aldrei hafi verið svona mikill vatnagangur í ánni á þessum tíma árs. „Þetta hefur stundum gerst að vori í miklum umhleypingum og leysingum, en ekki í júlí,“ segir hann. Áin flæddi verulega yfir venjulega árbakkann.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Hann hafi áður séð ánna í svona ham, en ekki á þessum tíma árs. „Þetta er eitthvað alveg nýtt fyrir manni.“ Hann segir að verið sé að leggja nýjan veg um sveitina, og það hafi runnið aðeins úr vegöxlinni. „Svosem ekkert mikið, en rann engu að síður aðeins úr kantinum á veginum.“ Aurskriða féll yfir veginn í Svínadal í gær, og vegurinn var lokaður í um hálftíma meðan verið var að hreinsa hann. Guðrúnarlaug í Sælingsdalstungu, mjög drullug vegna úrhellis síðustu daga. Ekkert sérstaklega freistandi að dýfa sér ofan í.Rebecca Catharine Kaad Ostenfeld Flæddi yfir veginn báðum megin Grundarfjarðar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, segir að flætt hafi yfir Snæfellsnesveg, bæði vestan og austan við bæinn. Rigningin í gær hafi verið gríðarleg. ÚffBjörg Ágústsdóttir Rigningin er ennþá mikil, þótt dregið hafi verulega úr henni frá því í gær. „Það er varla farandi út með hundinn!“ sagði hún, en þegar fréttastofa setti sig í samband við hana í dag var hún að gera sig klára fyrir göngutúr dagsins. Vatnið rennur yfir veginn vestan Grundarfjarðar í gær.JÓK Björg hefur áhyggjur af þjóðveginum á svæðinu, en hún segir veikleika vera á veginum á Snæfellsnesi sem mikil rigning til lengri tíma geti haft slæm áhrif á. Það séu svæði „þar sem undirbygging vega, ástand þeirra og klæðningar bjóða ekki upp á það að taka við svona mikilli rigningu.“ Víða séu brotnir kantar úr klæðningunni, og þar sem kvarnast hefur úr köntum myndist pollar og þannig geti vegurinn orðið hættulegur vegfarendum. „Þannig þetta er ekki á bætandi.“ Hér flæddi hressilega yfir túnið.Björg Ágústsdóttir Einnig ráði fráveitukerfið illa við svona mikla rigningu. Nú fari öll rigning í fráveitukerfi bæjarins, sameinist skólpi og fari út í sjó. Þegar rigni svona mikið valdi það miklu álagi á kerfið, en það geti leitt til þess að upp úr flæði úr niðurföllum hjá fólki. Það hafi þó ekki gerst í gær. Hér hefur flætt yfir tún.Björg Ágústsdóttir Björg segir bæinn farinn af stað í verkefni sem snýst um að taka betur á móti rigningunni, og reyna aðskilja hana þannig hún fari ekki í fráveitukerfið. Til dæmis standi til að búa til fleiri svæði þar sem náttúran tekur við þessu, en með því að hafa fleiri græn svæði sem eru gegndræp, losni þau við meira rigningarvatn. Í verkefninu sé unnið eftir stefnu sem miðar að því að taka betur á móti rigningarvatni. Kirkjufell, alltaf tignarlegt.Björg Ágústsdóttir Áin var verulega vatnsmikil.Björg Ágústsdóttir „Við höfum sem betur fer ekki búið við hættu af skriðuföllum,“ segir Björg. Engu að síður geti tjón orðið við það þegar tún og vegir séu umflotin vatni. Hér þyrfti maður helst stígvél.Björg Ágústsdóttir Mikill litamunur er á sjónum og öllu vatninu úr leysingunum.Björg Ágústsdóttir Þetta gæti allt eins verið heljarinnar jökulsáBjörg Ágústsdóttir Pollur í grasinu í Grundarfirði. Fuglar spóka sig.Björg Ágústsdóttir islensktsumar.isBjörg Ágústsdóttir Í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Myndir frá skotsvæðinu í Kolgrafarfirði.Björg Ágústsdóttir Jahérna hér.Björg Ágústsdóttir
Veður Grundarfjörður Dalabyggð Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Fleiri fréttir Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Sjá meira