Magnús Már Kristjánsson prófessor er látinn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 18. júlí 2024 11:19 Magnús Már Kristjánsson kom víða við á löngum og farsælum fræðimannsferli. Jón Atli Benediktsson Magnús Már Kristjánsson, prófessor við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, lést áttunda júlí síðastliðinn 66 ára að aldri. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð. Andlát Háskólar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, greinir frá andláti hans í færslu á Facebook. Kom víða við á löngum ferli Magnús fæddist 27. ágúst 1957 í Reykjavík. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Tjörnina 1977. Magnús lauk BS-prófi í matvælafræði frá Háskóla Íslands árið 1980, M.Sc.-prófi frá University of California Davis í matvælaefnafræði 1983 og doktorsgráðu frá Cornell University í matvælaefnafræði 1988. Að námi loknu starfaði Magnús sem sérfræðingur við Center for Marin Bioteknologi, Danmarks Tekniske Universitet, árin 1988-1991. Hann var sérfræðingur við Raunvísindastofnun 1991-1994 og fræðimaður 1994-1998. Hann var dósent í matvælaefnafræði 1999-2008, í lífefnafræði 2008-2009 og síðan prófessor frá 2009. Magnús var deildarstjóri lífefnafræðideildar innan Raunvísindastofnunar 2009-2022. Hann var gestakennari við nokkra erlenda háskóla á ferli sínum, í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Frábær leiðbeinandi og kennari Jón Atli segir Magnús hafa stundað fjölbreyttar rannsóknir á próteinkljúfum úr sjávarlífverum sem aðlagast hafa kulda, í samstarfi við innlenda og erlenda vísindamenn. „Framlag hans jók skilning á sambandi innri byggingar þessara kuldavirku ensíma og hvötunargetu þeirra. Sú þekking er mikilvæg til að skilja hvernig bæta megi ensím og aðlaga þau til hagnýtra nota í iðnaði. Fjöldi nemenda vann að þessum verkefnum sem hluta af prófgráðum sínum og var Magnús annálaður sem frábær leiðbeinandi og kennari,“ segir Jón Atli. Jón Atli þakkar störf Magnúsar Más Kristjánssonar í þágu skólans fyrir hönd Háskóla Íslands og vottar aðstandendum hans innilega samúð.
Andlát Háskólar Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira