„Maður sem tjáir sig svona getur ekki farið með þetta vald“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 18. júlí 2024 16:07 Oddur Ástráðsson er ekki ánægður með vararíkissaksóknarann Helga Magnús. réttur/vísir/vilhelm Oddur Ástráðsson, lögmaður og einn eigenda á lögmannsstofunni Rétti, gerir alvarlegar athugasemdir við orðræðu Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara um innflytjendur. Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“ Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira
Helgi Magnús tjáði sig við Vísi eftir að dómur lá fyrir í máli Mohamad Kourani, sem fékk átta ára fangelsisdóm fyrir hin ýmsu brot, meðal annars tilraun til manndráps. Hann hafði staðið í hótunum við Helga Magnús. Helgi Magnús sagði í tilefni þess dóms að verið væri að „flytja inn í stórum stíl menn sem gefa ekki mikið fyrir okkar samfélagsgerð og sáttmála.“ „Við erum að flytja inn ósiði,“ sagði hann sömuleiðis. Ekki sé um að ræða undantekningar, heldur reglu þó að „við eigum auðvitað okkar drullusokka,“ eins og Helgi Magnús orðaði það. Oddur tekur það fram að mál Kourani sé alvarlegt og hann sé ekki að mæla því bót hvernig hann hafi hagað sér. „Það er eðlilegt að refsivörslukerfið taki á því, en mér finnst það alvarlegt að menn sem eru í æðstu trúnaðarstöðu í réttarvörslukerfinu, og hafi þar með mikil völd og háværa rödd, tjái sig með þeim hætti sem hann gerði í þessu viðtali,“ segir Oddur í samtali við Vísi. Klár hatursorðræða Ummælin séu sett fram í beinu samhengi við eitt afmarkað mál. Oddur Ástráðsson. „Þetta er rökvilla 101. Þegar þú tekur eitt einstakt tilvik af einum manni og heimfærir það sísvona upp á hóp fólks. Það liggur í samhengi hlutanna að hann er að vísa þarna til fólks af erlendum uppruna, allavega. Líklega fólks sem er annarrar trúar en flestir sem eru þáttakendur í íslensku samfélagi,“ segir Oddur sem telur að um hatursorðræðu sé að ræða. Í Facebookfærslu vísar Oddur til tilmæla ráðherraráðs Evrópuráðsins þar sem hatursorðræða er skilgreind sem „öll tjáning sem dreifir, hvetur til, stuðlar að eða réttlætir kynþáttahatur, útlendingahatur, gyðingahatur eða annars konar hatur [...] gegn minnihlutahópum og fólki af erlendum uppruna.“ „Mér finnst ég ekki vera að teygja mig neitt sérstaklega langt þegar ég held því fram að þetta sé nákvæmlega það,“ segir Oddur Ákæruvaldi sé ekki treystandi „Það er ekki íslensku samfélagi til framdráttar á nokkurn hátt, að þessi orðræða sé leiðandi í því hvernig við reynum að koma okkur saman um móttöku fólks sem hingað vill flytja.“ Varðandi stöðu Helga Magnúsar og trúverðugleika í embætti tekur Oddur dæmi: „Ef þú værir fæddur í Sýrlandi og værir á Íslandi vegna þess að þú hefðir fengið alþjóðlega vernd, og til greina kæmi að ákæra þig fyrir meint refsivert brot. Myndi þér líða eins og þú nytir sannmælis og jafnræðis þegar næsthæsti handhafi ákæruvaldsins hefur tjáð sig með þessum hætti?“ spyr Oddur og snýr dæminu við: „Eða kona frá múslimaríki sem leitar til lögreglu og kærir mann fyrir nauðgun. Getur hún treyst því að íslenskt ákæruvald fari með hennar mál eins og hún væri hvít og kristin? Mér finnst augljóst að maður sem tjáir sig svona geti ekki farið með þetta vald.“
Dómsmál Innflytjendamál Lögmennska Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Fleiri fréttir Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögreguaðgerð gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Sjá meira