Hamilton hrósar Schumacher fyrir að koma út úr skápnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2024 14:31 Lewis Hamilton keppir í ungverska kappakstrinum um helgina. getty/Alessio Morgese Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, hrósaði Ralf Schumacher fyrir að koma út úr skápnum. Fyrr í vikunni greindi Schumacher, sem vann sex Formúlu 1 keppnir á ökumannsferlinum, frá því að hann væri samkynhneigður. Hamilton, sem er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher, eldri bróður Ralfs, sagði að Þjóðverjinn hefði tekið stórt og hugrakkt skref með því að koma út úr skápnum. Allir innan Formúlu 1 vissu þó að Schumacher væri samkynhneigður. „Hann hefur klárlega ekki átt auðvelt með að segja frá þessu í fortíðinni. Þetta er ekki nýtt af nálinni,“ sagði Hamilton fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „En þetta sýnir að við erum loksins komin á þann stað að geta tekið skref sem þetta óttalaust. Hingað til hefur hann bara fengið jákvæð viðbrögð frá fólki í Formúlu 1 og vonandi getur hann sagt að það sé vegna tímanna sem við lifum á núna og breytinganna sem hafa átt sér stað.“ Enn mikið verk óunnið Hamilton segir þó að Formúla 1 eigi enn talsvert í land þegar kemur að málum annarra en gagnkynhneigðra karla. „Það er eitt að segja að við tökum öllum með opnum örmum og annað að sjá til þess að fólki líði vel í aðstæðum,“ sagði Hamilton. „Þetta er karlasport og við vitum ekki betur en að hann sé einn af þeim fyrstu til að koma fram svona opinberlega. Við tökum öllum opnum örmum innan liðsins en íþróttin þarf að gera meira til að fólki líði vel, til að konum finnist þær vera velkomnar því við vitum að það hefur ekki alltaf verið komið vel fram við þær á þessum vettvangi. Við getum klárlega gert betur.“ Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, er í 8. sæti í keppni ökuþóra á þessu tímabili í Formúlu 1. Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Sjá meira
Fyrr í vikunni greindi Schumacher, sem vann sex Formúlu 1 keppnir á ökumannsferlinum, frá því að hann væri samkynhneigður. Hamilton, sem er sigursælasti ökuþór í sögu Formúlu 1 ásamt Michael Schumacher, eldri bróður Ralfs, sagði að Þjóðverjinn hefði tekið stórt og hugrakkt skref með því að koma út úr skápnum. Allir innan Formúlu 1 vissu þó að Schumacher væri samkynhneigður. „Hann hefur klárlega ekki átt auðvelt með að segja frá þessu í fortíðinni. Þetta er ekki nýtt af nálinni,“ sagði Hamilton fyrir ungverska kappaksturinn um helgina. „En þetta sýnir að við erum loksins komin á þann stað að geta tekið skref sem þetta óttalaust. Hingað til hefur hann bara fengið jákvæð viðbrögð frá fólki í Formúlu 1 og vonandi getur hann sagt að það sé vegna tímanna sem við lifum á núna og breytinganna sem hafa átt sér stað.“ Enn mikið verk óunnið Hamilton segir þó að Formúla 1 eigi enn talsvert í land þegar kemur að málum annarra en gagnkynhneigðra karla. „Það er eitt að segja að við tökum öllum með opnum örmum og annað að sjá til þess að fólki líði vel í aðstæðum,“ sagði Hamilton. „Þetta er karlasport og við vitum ekki betur en að hann sé einn af þeim fyrstu til að koma fram svona opinberlega. Við tökum öllum opnum örmum innan liðsins en íþróttin þarf að gera meira til að fólki líði vel, til að konum finnist þær vera velkomnar því við vitum að það hefur ekki alltaf verið komið vel fram við þær á þessum vettvangi. Við getum klárlega gert betur.“ Hamilton, sem ekur fyrir Mercedes, er í 8. sæti í keppni ökuþóra á þessu tímabili í Formúlu 1.
Akstursíþróttir Hinsegin Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Sjá meira