Gleði og sorg í bland á síðasta LungA Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. júlí 2024 12:39 Þau Helena og Þórhildur Tinna fyrir utan Herðubreið, menningar- og félagsheimili Seyðisfjarðarbæjar. Aðsend Lista- og tónlistarhátíðin LungA fer fram um helgina á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir 25 ár. Veðrið leikur við gesti og spennandi kveðjudagskrá er í vændum. Skipuleggjendur hátíðarinnar segja það tregafullt en fallegt að kveðja. Þórhildur Tinna Sigurðardóttir og Helena Solveigar Aðalsteinsbur framkvæmdastjórar segja gleði í bland við sorg einkenna kvöldið í kvöld en þá verða haldnir stórtónleikar í tilefni af lokum hátíðarinnar. Blíðviðri og sköpunargleði Dagskráin hefur verið þétt alla vikuna en frá því á mánudaginn hafa verið listasmiðjur undir stjórn ólíkra listamanna þar sem gestir fengu að spreyta sig á dansi, myndbandagerð, hugleiðslu, keramík og mörgu fleiru. Um sextíu þátttakendur hafa dvalið á Seyðisfirði í blíðviðri og sköpunargleði. Helena segir að þau hafi ákveðið að einblína á listasmiðjurnar sem kjarna LungA en að sjálfsögðu hafi ekki verið hægt að komast hjá því að halda stórtónleika. Hán segir þó hátíðina vera fyrst og fremst fjölskylduvæna. Þétt kveðjudagskrá Hán segir tregablandina gleði munu einkenna kvöldið. „Þrátt fyrir að þetta sé tilfinningaþrungið þá er þetta búið að vera mjög skemmtilegt allt saman í vikunni og það eru allir spenntir og við fengum alveg æðislegt veður. Nú er sólin byrjuð aftur að skína. Þetta er gleði í bland við sorg sem við erum að undirbúa okkur fyrir í kvöld,“ segir hán. Dagskrá kvöldsins er spennandi blanda af þekktum stærðum og grasrótarböndum. Meðal þeirra sem koma fram er austfirska þungarokkshljómsveitin Chögma, Kristín Sesselja, Hjaltalín, Bashar Murad og fleiri. Í kvöld verður svo haldin kveðjuathöfn sem Ívar Pétur Kjartansson tónlistarmaður leiðir. Fögnuðurinn heldur svo áfram inn í nóttina á öldurhúsum bæjarins, Lárunni og Öldunni. Ástríðan haldi þessu á floti Þórhildur Tinna og Helena að LungA eigi eftir að vera frjósamur jarðvegur fyrir komandi kynslóðir og hvetja fólk til að taka við keflinu. „Við skorum á fólk að kýla á hlutina. Það þarf að gera hlutina sem maður dreymir um að gera. Það er svo mikið af yndislegu fólki sem við höfum kynnst hér sem er svo tilbúið til að hjálpa. LungA hefur núna starfað í 25 ár og er langmest sjálfboðaliðastarf. Það hefur engin verið í fullu starfi við að sinna hátíðinni þótt við vinnum í heilt ár við að undirbúa. Þetta er bara ástríðan sem heldur þessu á floti. Okkur langar að styðja við það ef fólk vill taka við keflinu,“ segir Helena. Andinn er enn í loftinu Þórhildur Tinna segir endalok LungA vera áskorun sem einhver muni grípa. „Þetta er bara áskorun sem er í loftinu og einhver mun grípa hana. ég held að það sé náttúruleg hringrás allra hluta að vera með upphaf og enda og þá opnast nýjar gáttir fyrir komandi kynslóðir. LungA hefur verið vettvangur sem fangar einhvern anda og þó að LungA-hátíðin sé að klárast þá er andinn enn þá í loftinu sem er grasrótin og komandi kynslóðir,“ segir hún. LungA Múlaþing Tengdar fréttir Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. 11. febrúar 2024 21:43 Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. 28. maí 2024 14:20 Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. 19. febrúar 2024 10:05 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Þórhildur Tinna Sigurðardóttir og Helena Solveigar Aðalsteinsbur framkvæmdastjórar segja gleði í bland við sorg einkenna kvöldið í kvöld en þá verða haldnir stórtónleikar í tilefni af lokum hátíðarinnar. Blíðviðri og sköpunargleði Dagskráin hefur verið þétt alla vikuna en frá því á mánudaginn hafa verið listasmiðjur undir stjórn ólíkra listamanna þar sem gestir fengu að spreyta sig á dansi, myndbandagerð, hugleiðslu, keramík og mörgu fleiru. Um sextíu þátttakendur hafa dvalið á Seyðisfirði í blíðviðri og sköpunargleði. Helena segir að þau hafi ákveðið að einblína á listasmiðjurnar sem kjarna LungA en að sjálfsögðu hafi ekki verið hægt að komast hjá því að halda stórtónleika. Hán segir þó hátíðina vera fyrst og fremst fjölskylduvæna. Þétt kveðjudagskrá Hán segir tregablandina gleði munu einkenna kvöldið. „Þrátt fyrir að þetta sé tilfinningaþrungið þá er þetta búið að vera mjög skemmtilegt allt saman í vikunni og það eru allir spenntir og við fengum alveg æðislegt veður. Nú er sólin byrjuð aftur að skína. Þetta er gleði í bland við sorg sem við erum að undirbúa okkur fyrir í kvöld,“ segir hán. Dagskrá kvöldsins er spennandi blanda af þekktum stærðum og grasrótarböndum. Meðal þeirra sem koma fram er austfirska þungarokkshljómsveitin Chögma, Kristín Sesselja, Hjaltalín, Bashar Murad og fleiri. Í kvöld verður svo haldin kveðjuathöfn sem Ívar Pétur Kjartansson tónlistarmaður leiðir. Fögnuðurinn heldur svo áfram inn í nóttina á öldurhúsum bæjarins, Lárunni og Öldunni. Ástríðan haldi þessu á floti Þórhildur Tinna og Helena að LungA eigi eftir að vera frjósamur jarðvegur fyrir komandi kynslóðir og hvetja fólk til að taka við keflinu. „Við skorum á fólk að kýla á hlutina. Það þarf að gera hlutina sem maður dreymir um að gera. Það er svo mikið af yndislegu fólki sem við höfum kynnst hér sem er svo tilbúið til að hjálpa. LungA hefur núna starfað í 25 ár og er langmest sjálfboðaliðastarf. Það hefur engin verið í fullu starfi við að sinna hátíðinni þótt við vinnum í heilt ár við að undirbúa. Þetta er bara ástríðan sem heldur þessu á floti. Okkur langar að styðja við það ef fólk vill taka við keflinu,“ segir Helena. Andinn er enn í loftinu Þórhildur Tinna segir endalok LungA vera áskorun sem einhver muni grípa. „Þetta er bara áskorun sem er í loftinu og einhver mun grípa hana. ég held að það sé náttúruleg hringrás allra hluta að vera með upphaf og enda og þá opnast nýjar gáttir fyrir komandi kynslóðir. LungA hefur verið vettvangur sem fangar einhvern anda og þó að LungA-hátíðin sé að klárast þá er andinn enn þá í loftinu sem er grasrótin og komandi kynslóðir,“ segir hún.
LungA Múlaþing Tengdar fréttir Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. 11. febrúar 2024 21:43 Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. 28. maí 2024 14:20 Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. 19. febrúar 2024 10:05 Mest lesið „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Lífið Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Hjarðhegðun Íslendinga Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Fleiri fréttir „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Sjá meira
Síðasta LungA-hátíðin haldin í sumar Listahátíðin LungA, sem haldin hefur verið á Seyðisfirði um árabil, mun fara fram í síðasta skiptið í sumar en 24 ár eru síðan hún var haldin í fyrsta skipti. 11. febrúar 2024 21:43
Bashar Murad kemur fram á endalokum LungA Listahátíðin LungA verður haldin í síðasta sinn í sumar, 15. - 21. júlí, á Seyðisfirði en 24 ár eru liðin frá því að hún var fyrst haldin. Hátíðin hefur tilkynnt flesta tónlistarmenn sem fram koma í ár en þar á meðal verður palestínski tónlistarmaðurinn Bashar Murad sem vakti mikla athygli í Söngvakeppninni í ár. 28. maí 2024 14:20
Fleiri og fleiri bæjarhátíðir kveðja sjónarsviðið Fleiri og fleiri stórar bæjar- og tónlistarhátíðir hafa kvatt sjónarsviðið síðustu misseri. Framkvæmdastjóri Lunga telur að álag á skipuleggjendur og takmarkað fjármagn spili þar stórt hlutverk. 19. febrúar 2024 10:05