Báðir vinningsmiðar voru keyptir í Lottó-appinu en Íslensk getspá greinir frá þessu í tilkynningu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum þetta laugardagskvöldið en ellefu miðahafar hlutu annan vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur. Einn miðanna var keyptur í Prins Póló Þönglabakka, fimm í Lottó-appinu, þrír á vefnum lotto.is og tveir miðanna voru í áskrift.
Aðaltölur kvöldsins voru 19, 20, 27, 39 og 40 en bónustalan 37. Jókertölur voru 6, 0, 2, 0 og 8.