Kvótanum breytt en sér ekki fyrir endann á blóðugum mótmælum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. júlí 2024 11:21 Stúdentar, sumir hverjir með skólatöskurnar enn á bakinu, takast á við lögreglumenn. AP/Anik Rahman Hæstiréttur Bangladess hefur úrskurðað ákvörðun um að þriðjungur opinberra starfa sé frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna og annarra afmarkaðra hópa ógilda. Mikil mótmælaalda hefur riðið yfir Bangladess nýverið og talið að minnst hundrað manns hafi látið lífið í blóðugum átökum við lögreglu. Í kjölfar frelsisstríðs Bangladess við Pakistan árið 1971 var komið á kvóta á opinberum störfum. Þriðjungur þeirra var frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Þessum kvóta var aflétt árið 2018 en hæstiréttur ákvarðaði á dögunum að þessum kvóta yrði komið á á nýjan leik. Atvinnuleysi ungs fólks er mikið og talið að hátt í átján milljónir manna í landinu séu í atvinnuleit.AP/Rajib Dhar Það vakti mikla reiði meðal námsmanna í landinu enda er atvinnuleysi ungs fólks útbreitt. Óeirðir brutust út í kjölfarið sem drógu marga til bana. Þegar mest lét á fyrirskipaði ríkisstjórnin útgöngubann og lokuðu fyrir internetaðgang. Herinn fékk þau fyrirmæli að skjóta á mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirskipunum þeirra. Samkvæmt nýjum úrskurði hæstaréttar þar í landi verður kvótinn afmarkaður við fimm prósent opinberra starfa. Stúdentar og samtök mótmælenda hafa fagnað nýjum úrskurði. Herinn hefur verið kallaður út til allra helstu borga Bangladess.AP/Rajib Dhar Á götum höfuðborgarinnar Dökku er tómlegt um að líta þar sem útgöngubann er í gildi en bangladesskir miðlar greina frá því að óeirðir haldi áfram víðs vegar um landið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni félags stúdenta að úrskurðinum sé fagnað en að mótmælin haldi áfram þar til ríkisstjórnin verði við kröfum þeirra. Sheikh Hasina forsætisráðherra hefur verið við völd í hátt í fimmtán ár. Hún og ríkisstjórn hennar hafa verið gagnrýnd fyrir að kveða niður andstöðu með valdi. Krafan um afsögn hennar hefur orðið æ háværari með hverjum degi mótmæla. Bangladess Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Í kjölfar frelsisstríðs Bangladess við Pakistan árið 1971 var komið á kvóta á opinberum störfum. Þriðjungur þeirra var frátekinn fyrir afkomendur uppgjafarhermanna. Þessum kvóta var aflétt árið 2018 en hæstiréttur ákvarðaði á dögunum að þessum kvóta yrði komið á á nýjan leik. Atvinnuleysi ungs fólks er mikið og talið að hátt í átján milljónir manna í landinu séu í atvinnuleit.AP/Rajib Dhar Það vakti mikla reiði meðal námsmanna í landinu enda er atvinnuleysi ungs fólks útbreitt. Óeirðir brutust út í kjölfarið sem drógu marga til bana. Þegar mest lét á fyrirskipaði ríkisstjórnin útgöngubann og lokuðu fyrir internetaðgang. Herinn fékk þau fyrirmæli að skjóta á mótmælendur sem hlýddu ekki fyrirskipunum þeirra. Samkvæmt nýjum úrskurði hæstaréttar þar í landi verður kvótinn afmarkaður við fimm prósent opinberra starfa. Stúdentar og samtök mótmælenda hafa fagnað nýjum úrskurði. Herinn hefur verið kallaður út til allra helstu borga Bangladess.AP/Rajib Dhar Á götum höfuðborgarinnar Dökku er tómlegt um að líta þar sem útgöngubann er í gildi en bangladesskir miðlar greina frá því að óeirðir haldi áfram víðs vegar um landið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni félags stúdenta að úrskurðinum sé fagnað en að mótmælin haldi áfram þar til ríkisstjórnin verði við kröfum þeirra. Sheikh Hasina forsætisráðherra hefur verið við völd í hátt í fimmtán ár. Hún og ríkisstjórn hennar hafa verið gagnrýnd fyrir að kveða niður andstöðu með valdi. Krafan um afsögn hennar hefur orðið æ háværari með hverjum degi mótmæla.
Bangladess Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira