Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:01 Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum Vísir/HAG Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. „Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“ Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
„Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“
Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti Fleiri fréttir Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR Sjá meira
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti
Uppgjör, myndir og viðtöl: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistari í Bónus deild kvenna Körfubolti