Áfall og tímabilinu lokið hjá Arnari: „Fæ engu breytt úr þessu“ Aron Guðmundsson skrifar 23. júlí 2024 09:01 Arnar Freyr borinn af velli í leik HK og Vestra á dögunum Vísir/HAG Það er óhætt að segja að HK-ingar, sem að standa í ströngu í Bestu deildinni um þessar mundir, hafi orðið fyrir áfalli um nýliðna helgi þegar að markvörðurinn reynslumikli, Arnar Freyr Ólafsson, varð fyrir því óláni að slíta hásin í leik gegn Vestra. „Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“ Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira
„Það kemur bolti inn fyrir sem ég ætla að reyna hlaupa að og sópa upp. Þegar að ég er að spyrna mér af stað þá smellur eitthvað í hásininni,“ segir Arnar Freyr. „Eins og staðan er núna er ég bara með slitna hásin. Þarf að fara í aðgerð að láta laga það og svo er það að reyna koma sér aftur til baka í þetta.“ Arnar var viss um leið og atvikið á sér stað að hásinin væri slitin. „Miðað við lýsingar sem maður hafði heyrt áður frá fólki sem hafði lent í því að slíta hásin, hvernig það væri, þá var ég eiginlega alveg viss um að þetta væri hásinin sem væri farin.“ Þó svo að Arnar hefði verið viss frá fyrstu stundu að hásinin væri slitin var sóknarmaður Vestra ekki alveg með á nótunum og taldi hann vera með krampa og gerði tilraun til þess að teygja á fæti Arnars. „Það var einhver smá misskilningur í gangi þarna en hann áttaði sig á aðstæðum áður en hann fór að teygja á mér. Að þetta væri ekki krampi. Við náðum að stoppa hann af áður en hann fór að teygja á kálfanum á mér. Ljós að tímabilinu er lokið fyrir Arnar Frey sem er með reynslumestu leikmönnum HK og mikill leiðtogi. Framundan hátt upp í ár fjarri knattspyrnuvellinum. Ljóst er að um mikið áfall er að ræða fyrir Arnar en ekki síður HK-liðið sem háir harða botnbaráttu í Bestu deildinni um þessar mundir. Þrátt fyrir allt er Arnar Freyr furðubratturVísir/Arnar „Eins og staðan er akkúrat núna er ég furðu brattur. Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður þegar að maður hefur ekki mætt á fótboltaæfingu í einhvern tíma. Þetta er bara eitthvað sem maður verður að sætta sig við. Ég fæ engu breytt úr þessu . Við reynum bara að taka þetta á kassann og koma sterkari til baka. Það lengsta sem maður hefur verið frá vegna meiðsla eru einhverjar fimm til átta vikur. Þetta er alveg glænýtt fyrir mér. Svo verður bara að koma í ljós hvernig maður tæklar það þegar að líður á. Það er erfitt að skilja við liðið á þessum stað þrátt fyrir að ég treysti þeim fullkomlega fyrir því að klára þetta verkefni. Maður reynir bara að vera til staðar fyrir þá utan vallar. Hjálpa til eins mikið og maður getur.“
Besta deild karla HK Vestri Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Sló heimsmetið í fjórtánda sinn Sport Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti Fleiri fréttir „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars Sjá meira