Sá leikjahæsti tekur skóna óvænt fram á nýjan leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júlí 2024 23:31 Gareth Barry í einum af sínum 653 leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Vísir/getty images Hinn 43 ára gamli Gareth Barry hefur óvænt tekið fram skóna á nýjan leik og mun spila með áhugamannaliðinu Hurstpierpoint á komandi leiktíð. Um er að ræða lið sem spilar í 11. deild enska deildarkerfisins. Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira
Miðjumaðurinn Barry er áhugafólki um enska knattspyrnu vel kunnugur en ferill hans spannar 22 ár. Lék hann með Aston Villa, Manchester City, Everton og West Bromwich Albion. Ásamt því að leika 53 A-landsleiki fyrir England þá er hann leikjahæsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar með 653 leiki. Fyrr í dag tilkynnti áhugamannaliðið Hurstpierpoint FC að Barry hefði tekið skóna af hillunni og væri orðinn leikmaður liðsins. Um er að ræða lið frá samnefndum bæ ekki langt frá Lundúnum. Liðið er leikur í svokallaðri héraðsdeild sem er hluti af 11. deild enska deildarkerfisins. Barry hefur haldið sér við og virkar í hörku standi og sýndi að lengi lifir í gömlum glæðum. Það er ekki búist við því að hann verði mikið með á undirbúningstímabilinu en forráðamenn félagsins reikna með að Barry spili sinn fyrsta leik í september. ✍️ BARRY IS A BLUEDOG! 🔵🐶We are beyond delighted to announce that former-England international and all-time Premier League record appearance holder, Gareth Barry, has signed for Hurstpierpoint Football Club. pic.twitter.com/cMsrJcmm4o— Hurstpierpoint FC (@hurstpierpoint1) July 22, 2024 „Hann kom á æfingu og elskaði okkur. Ég held að hann verði ekki með okkur í hverri viku en þetta eru frábær félagaskipti fyrir okkur og hann mun stækka prófílinn okkar,“ sagði Dudley Christensen, framkvæmdastjóri aðalliðsins sem og formaður félagsins. „Hann má gera það sem hann vill og spilar þar sem honum sýnist en ég býst við að hann spili í stöðu varnartengiliðs og verndi vörnina,“ bætti Dudley við. Barry kemur til félagsins í gegnum Michael Standing, fyrrverandi umboðsmanns síns. Sá er í dag þjálfari Hurstpierpoint FC. „Gareth er tengdur félaginu þökk sé góðum vini sínum og þjálfara liðsins, Michael Standing, svo það var borðliggjandi að fá hann til liðs við félagið. Gæði hans á æfingum hafa verið hreint út sagt ótrúleg og við gætum vart verið spenntari að sjá hann klæðast treyjunni á Fairfield-vellinum síðar á tímabilinu,“ segir í tilkynningu félagsins.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Engin stig tekin af ensku liðunum Tímabilinu líklega lokið hjá Jesus Sjá meira