Státar sig af gengi United liðsins undir hans stjórn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júlí 2024 12:30 Erik ten Hag hefur unnið bikar á báðum tímabilum sínum sem knattspyrnustjóri Manchester United þar á meðal enska bikarinn í vor. Getty/Michael Regan Manchester United hefur ekki endað neðar í ensku úrvalsdeildinni síðan vorið 1990 en hollenski knattspyrnustjóri liðsins segir liðið vera á góðum stað. Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports) Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira
Erik ten Hag hélt starfi sínu sem knattspyrnustjóri Manchester United eftir smá óvissu í vor og hann ætti líka að vera sáttur með framgöngu yfirmanna sinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Á meðan hin toppliðin í ensku úrvalsdeildinni hafa lítið gert á markaðnum hefur United þegar keypti tvo öfluga leikmenn og er að auki orðað við fleiri leikmenn. Þegar kemur að Ten Hag sjálfum og mati hans á tíma hans á Old Trafford þá er hann kannski með aðeins aðra sýna á það en margir. View this post on Instagram A post shared by DR Sports (@drsports_media) Ten Hag montaði sig þannig af gengi liðsins undir hans stjórn. Hann telur einnig að félagið sé á mjög góðum stað. „Á síðustu tveimur árum, ef við tökum Guardiola út úr menginu, þá erum við það lið sem hefur unnið flesta titla af öllum liðunum. Við erum því í sterkri stöðu sem lið,“ sagði Erik ten Hag í viðtali við The Times. Erik ten Hag tók við liði United fyrir 2022-23 tímabilið. Á fyrstu leiktíðinni endaði liðið í þriðja sæti, varð enskur deildabikarmeistari og komst í bikarúrslitaleikinn á móti Manchester City. Á annarri leiktíðinni þá endaði United aðeins í áttunda sæti og missti af Meistaradeildinni en vann síðan Manchester City í úrslitaleik enska bikarsins. Versta staða United í ensku úrvalsdeildinni í 34 ár en risastór sigur á Wembley sem bjargaði algjörlega erfiðu tímabili. Ten Hag er ekkert að fara með neinar fleipur þegar kemur að titlatölum síðustu tveggja tímabila. Manchester United hefur því unnið tvo titla á síðustu tveimur tímabillum en Liverpool (1), Arsenal (0) hafa ekki unnið svo marga titla. Manchester City er aftur á móti með fjóra titla þar af komu þrír þeirra á 2022-23 tímabilinu. United hefur alls leikið 114 leiki undir stjórn Hollendingsins, unnið 66 og tapað 31. Sigurhlutfallið er 57,9 prósent. View this post on Instagram A post shared by TNT Sports (@tntsports)
Enski boltinn Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Malen mættur til Villa Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Sjá meira