Gögn benda til aðkomu Sameinuðu arabísku furstadæmanna í Súdan Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. júlí 2024 12:36 Milljónir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín og fjöldi verið myrtur. Þá eru sveitir RSF sakaðar um að beita nauðgunum sem vopni. epa Gögn hafa fundist í Súdan, þar á meðal vegabréf, sem virðast benda til þess að Sameinuðu arabísku furstadæmin hafi sent bæði menn og vopn til landsins, þar sem skelfilegt ástand ríkir sökum yfistandandi átaka. Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu. Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Umrædd gögn hafa verið send Sameinuðu þjóðunum en engin viðbrögð fengist enn sem komið er. Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa ítrekað neitað því að sjá uppreisnarhersveitum Mohamed Hamdan Dagalo (RSF) fyrir hernaðaraðstoð en sveitirnar sitja nú um borgina El Fasher í Darfúr og hafa verið sakaðar um fjölda voðaverka. Meðal þeirra gagna sem hafa verið send Sameinuðu þjóðunum eru myndir af fjórum vegabréfum sem virðast tilheyra ríkisborgurum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Um er að ræða fjóra karla, tvo fædda í Dubai, einn í Al Ain og einn í Ajman. Samkvæmt vegabréfunum eru mennirnir á aldrinum 29-49 ára og talið er að þeir tilheyri öryggissveitum Sameinuðu arabísku furstadæmana. Þá er einnig í gögnunum að finna upplýsingar um vopn sem hafa fundist, þar á meðal dróna sem er hannaður til að bera breyttar 120 mm sprengjur. Myndir eru sagðar sýna kassa sem á stendur að hafi verið sendir frá vopnaverksmiðju í Serbíu til Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Meira en helmingur í búa Súdan, um 25 milljónir manna er sagður búa við hungur.epa Merkingar virðast einnig benda til þess að drónarnir hafi borið svokallaðar „thermobaric“ sprengjur, það er að segja sprengjur þar sem kveikilögur dreifist fyrst um eins og skýjamóða áður en það kviknar svo í vökvanum. Umræddar sprengjur eru sagðar valda mun meiri skaða og eyðileggingu en hefðbundnar sprengjur og rætt hefur verið að banna þær. Guardian hefur eftir greinendum að fundur gagnanna sé til marks um að fullyrðingar Sameinuðu arabísku furstadæmana haldi ekki vatni og veki spurningar um vitneskju Bandaríkjanna og Bretlands um mögulega aðkomu þeirra að átökunum. Bandaríkin, Bretland, Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa freistað þess saman að miðla málum milli stríðandi fylkinga í landinu. Sameinuðu arabísku furstadæminn og Sádi Arabía hafa óbeinna hagsmuna að gæta í átökunum í Súdan, þar sem bæði ríki vilja treysta yfirráð sín á svæðinu. Vesturlönd óttast hins vegar að ástandið muni greiða fyrir því að stjórnvöld í Súdan heimili Rússum eða Írönum að koma upp herstöð í landinu.
Suður-Súdan Sameinuðu arabísku furstadæmin Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira