Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 10:59 Íris segir óbreytta bændur ekki hafa efni á malbiki. Vísir/Samsett Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira