Óbreyttir bændur í Mýrdalnum hafi ekki efni á malbiki Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 10:59 Íris segir óbreytta bændur ekki hafa efni á malbiki. Vísir/Samsett Íris Guðnadóttir, talsmaður landeigenda í Reynisfjöru, segir mál manns sem var ofrukkaður fyrir bílastæði við Reynisfjöru vera leiðan misskilning sem búið er að kippa í lag. Ekki sé verið að okra á ferðamönnum heldur borga fyrir nauðsynlega innviði. Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson leiðsögumaður lýsti því í Bítinu í gær að hann hefði fengið ættingja erlendis frá í heimsókn til Íslands og þeir hefðu fengið bíl hans lánaðan til að ferðast um Suðurlandið. Þeir hafi verið rukkaðir margfalt verð fyrir bílastæðu við Reynisfjöru þó að þegar hafi verið greitt fyrir stæðið. Hann sagði farir sínar ekki sléttar af fyrirtækinu MyParking og sagði ferðaþjónustuna hafa það að ásettu marki að okra eins og völ er á á ferðamönnum sem koma til landsins. Eðlilegar skýringar Íris segir strax hafa farið að kanna málið og krafan var snarlega lögð niður. Hún segir eiga sér eðlilegar skýringar. „Það sem kom upp á þarna var að við í Reynisfjöru hófum að taka aðstöðugjald fyrir fólk sem leggur hjá okkur, byrjuðum í júlí í fyrra. Við sendum þá út fréttatilkynningu og gáfum mjög góðan aðlögunartíma. Það var svo í apríl sem við fórum að taka sektir fyrir þá sem ekki greiddu,“ segir Íris. Gjaldskráin endurskoðuð Hún segir svipað mál hafa komið upp stuttu eftir að hafið var að taka sektir og þá hafi verið farið í endurskoðun á gjaldskránni. Gengið hafi verið út frá því að nota sömu eða svipaðar gjaldskrár og aðrir ferðamannaáfangastaðir á Suðurlandi. Þeir hafi flestir haft flokkunarkerfi eftir stærð og sætafjölda bíla og rukkað samkvæmt því. „En við ákváðum í maí að þetta væri bara mjög óheppilegt og breyttum þá og sögðum að við ætlum að hafa sama gjald fyrir alveg upp í níu manna bíla. Svo virðist sem að það hafi verið gerð breyting á heimasíðunni en ekki í appinu og svo hefur farið út þessi sekt. En það er búið að laga þetta allt saman núna og nú ætti bara að vera eitt gjald,“ segir Íris og bætir við að um leiðan misskilning hafi verið að ræða. Óbreyttir bændur í Mýrdalnum Hún gefur lítið fyrir gagnrýni Adolfs um að erfitt sé að ná sambandi við innheimtufyrirtæki í ferðaþjónustunni. Það sé orðið lenskan að það sé ekki greitt og aðgengilegt símanúmer á öll fyrirtæki. Kannski væri þó sniðugt að innleiða spjallmenni sem gæti aðstoðað viðskiptavini sjálfvirkt. Íris segir einnig að ekki sé verið að okra á ferðamönnum með slíkum gjaldskrám heldur borga fyrir innviði og öryggi. Unnið sé að því að malbika og merkja bílastæðið við Reynisfjöru í því skyni að gera áfangastaðinn öruggari og aðgengilegri ferðamönnum. „Við erum bara óbreyttir bændur í Mýrdalnum við eigum ekki peninga fyrir malbiki,“ segir Íris.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Reynisfjara Mest lesið Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent