Hnífamaðurinn í Lundi áfram bak við lás og slá Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. júlí 2024 13:38 Frá vettvangi í Kópavogi umrætt kvöld. Þrítugur íslenskur karlmaður hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald eftir hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi í lok júní. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis. Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald. Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Það var um klukkan hálf ellefu föstudagskvöldið 21. júní að tvenn vinahjón á sextugsaldri voru á göngu á göngustíg nærri Lundi Kópavogsmegin í Fossvogsdal. Karlmaður kom aðvífandi á rafhlaupahjóli og ók hjólinu utan í annan eiginmanninn. Sá missti jafnvægið við höggið og voru hjónin á göngunni ekki sátt við aksturslag mannsins á rafhlaupahjólinu. Samkvæmt heimildum fréttastofu brást maðurinn illa við athugasemdum vinahjónanna sem töldu hann hafa ekið ógætilega á göngustígnum. Maðurinn sem er þrítugur Íslendingur gekk í átt að annarri konunni sem hafði skammað manninn fyrir hegðun sína. Annar eiginmaðurinn, læknir á sextugsaldri, steig þá í veg fyrir manninn sem hann taldi ætla að ógna konunni. Þá tók maðurinn upp hníf. Læknirinn særðist alvarlega en hann fékk stungu bæði í hálsinn og magann. Það var honum til happs að önnur eiginkonan er hjúkrunarfræðingur og gat því brugðist við aðstæðum eins vel og kostur var áður en sjúkrabíla og lögreglu bar að garði. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem læknar töldu mikla mildi að maðurinn hefði komist lífs af. Samkvæmt heimildum fréttastofu reyndi hnífamaðurinn að flýja á hlaupum eftir að hafa stungið lækninn. Hinn eiginmaðurinn horfði á eftir hnífamanninum en greip svo rafhlaupahjólið og notaði til að elta hann uppi. Fór svo að hann hafði hnífamanninn undir en uppskar sár á höndum eftir hnífinn. Hann hélt hnífamanninum þar til lögregla mætti á svæðið. Hnífamaðurinn sætir gæsluvarðhaldi til 21. ágúst. Héraðsdómur samþykkti kröfu lögreglunnar þess efnis en maðurinn kærði niðurstöðuna til Landsréttar. Rétturinn samþykkti niðurstöðu héraðsdóms um áframhaldandi varðhald.
Lögreglumál Kópavogur Læknir stunginn í Lundi í Kópavogi Tengdar fréttir Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05 Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56 Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Sjá meira
Hnífamaðurinn þrítugur Íslendingur Telja má mikla mildi að læknir á sextugsaldri hafi komist lífs af í hnífaárás á göngustíg í Lundi í Kópavogi á föstudagskvöldið. Árásarmaðurinn, þrítugur íslenskur karlmaður, sætir gæsluvarðhaldi til föstudags hið minnsta. 26. júní 2024 11:05
Stungumaðurinn á hlaupahjólinu áfram í haldi Þrítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa stungið tvo í Kópavogi á dögunum hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Upp úr sauð þegar maðurinn mætti hópi fólks á göngustíg, sem hann hjólaði um á rafhlaupahjóli. 30. júní 2024 08:56
Læknir í kvöldgöngu með vinafólki stunginn í hálsinn Ágreiningur milli karlmanns á rafhlaupahjóli og tvennra hjóna í kvöldgöngu leiddi til þess að karlmaður stakk lækni á sextugsaldri í háls og maga. Vinur hans skarst á hendi eftir að hafa haft hnífamanninn undir. 25. júní 2024 12:33