Fékk 549.127 krónur í afslátt af bílnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 29. júlí 2024 08:04 Myndin umdeilda, sem var fjarlægð eftir að málið rataði í fjölmiðla. Brimborg Halla Tómasdóttir verðandi forseti Íslands og eiginmaður hennar fengu 549.127 króna afslátt af Volvo-bifreið sem þau keyptu hjá Brimborg á dögunum. Afsláttinn fengu þau vegna staðgreiðslu og „endurtekinna kaupa“. Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“ Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira
Frá þessu greinir Halla á Facebook en hún hefur verið undir nokkrum þrýstingi að upplýsa um afsláttinn eftir að Brimborg birti mynd af forsetahjónunum verðandi og nýja bílnum á sama tíma og Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, er á persónulegum gestalista Höllu fyrir innsetningarathöfnina á fimmtudag. Listinn telur rúmlega hundrað manns. Halla segir þau hjónin hafa ekið um á Toyota Yaris árgerð 2012 síðust ár en þar á undan hafi þau átt Volvo í tólf ár. Nýja bifreiðin sé hugsuð til persónulegrar nota, sérstaklega fyrir maka forseta. Hjónin greiddu 7.280.000 fyrir Volvo-bifreiðina og segir Halla afsláttinn því um 7,5 prósent. „Eins og komið hefur fram frá umboði er það sambærilegt því sem öðrum kaupendum býðst sem uppfylla sömu skilyrði og það er í takt við þau kjör sem við höfum fengið við önnur bílakaup í þessu umboði, sem öðrum, hérlendis sem erlendis. Aldrei var um að ræða sérstök afsláttarkjör gegn því að auglýsa bílakaupin opinberlega. Það var gert án okkar vitundar og samþykkis eins og einnig hefur komið fram og var leiðrétt um leið og í ljós kom,“ segir verðandi forseti á Facebook. Halla segir Egil hafa verið á gestalista löngu áður en til bílakaupanna kom, vegna „kynna og stuðnings við framboðið“. „Hann studdi einnig önnur framboð eins og hefur komið fram í fjölmiðlum og lýsti okkur vitanlega yfir stuðningi við annað framboð en mitt. Auk þess tilkynnti hann mér þegar við keyptum bílinn að hann kæmist ekki í móttökuna,“ segir Halla. „Við hjón gerum okkur fyllilega grein fyrir ábyrgðinni sem fylgir þeirri stöðu sem okkur hefur hlotnast. Okkur er ljúft og skylt að verða við óskum um gagnsæi og gera allt sem í okkar valdi stendur til að efla traust í samfélaginu. Við erum alvön því frá framboðstímanum að fólk vilji myndir með okkur og viljum áfram verða við slíkum bónum þegar hægt er. Við lærum meðal annars af þessu máli að við þurfum að taka héðan af skýrt fram að slíkum myndatökum fylgi ekki heimild til birtingar í auglýsingaskyni. Við lærum svo lengi sem við lifum!“
Halla Tómasdóttir Forseti Íslands Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Sjá meira