Gylfi Þór spilaði allar 90 mínúturnar í fyrri leik liðanna og spilaði einnig með Val í 4-1 tapi fyrir Fram í Bestu deildinni um helgina.
Samkvæmt heimildum Vísis var Gylfi verkjastilltur fyrir leikinn við Fram vegna bakmeiðsla. Þau meiðsli eru enn að hrjá Gylfa og fer hann vegna þeirra ekki með Valsliðinu til Skotlands.
Var það mat lækna og sjúkraþjálfara að best væri fyrir Gylfa að sleppa flugi og ferðalagi og mun hann því ekki taka þátt í síðari leik Vals og St. Mirren á fimmtudagskvöldið.
Einvígi liðanna er galopið eftir markalaust jafntefli í fyrri leiknum á Hlíðarenda á fimmtudaginn síðasta.
Einn Evrópuleikur íslensks liðs er á dagskrá í dag er Breiðablik mætir Drita í Kósóvó klukkan 15:00. Sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Evrópuleikir íslenskra liða í vikunni
Þriðjudagur 30. júlí
15:00 Drita - Breiðablik (Beint á Stöð 2 Sport)
Fimmtudagur 1. ágúst
16:30 Paide - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Besta deildin)
18:45 St. Mirren - Valur (Beint á Stöð 2 Sport)
19:00 Egnatia - Víkingur (Beint á Stöð 2 Sport 5)