Feðgar með 90 ára reynslu á elstu og minnstu rakarastofu landsins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. júlí 2024 19:00 Feðgarnir Haraldur Hinriksson og Hinrik Haraldsson hafa samtals 90 ára starfsreynslu sem rakarar. Þeir starfa á Hársnyrtingu Hinriks sem er líklega á ein elsta og minnsta rakarastofa landsins. Vísir/Sigurjón/Hjalti Ein elsta og minnsta rakarastofa landsins er á Akranesi en sjálft húsið verður hundrað ára á þessu ári. Þar starfa samrýmdir feðgar með samtals níutíu ára starfsreynslu. Þeir eru hvergi nærri hættir að klippa og raka en sá yngri ætlar að minnsta kosti að starfa áfram í húsinu í þrjátíu ár í við viðbót. Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu. Hár og förðun Akranes Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Húsið var upphaflega var byggt sem símstöð á Akranesi árið 1924 og verður því hundrað ára á þessu ári. Frá árinu 1937 hefur verið rekin rakarastofa í húsinu. Hinrik Haraldsson var þriðji rakarinn til að hefja slíkan rekstur þar árið 1965 undir nafninu Hársnyrting Hinriks. Hinrik sem verður áttræður í nóvember klippir þar enn þá sérvalda kúnna einu sinni í viku. „Þetta eru fastakúnnar sem hafa sumir verið hjá mér í 25-30 ár og hafa jafnvel ekki farið neitt annað allan tímann. Menn eru svolítið vanafastir. Flestir viðskiptavinir hér eru frá Vesturlandi en einhverjir koma úr Reykjavík. Hér eru heimsmálin rædd,“ segir Hinrik sem situr að þessu sinni í sjálfum rakarastólnum en ekki fyrir aftan hann. Sonur hans Haraldur rakari er að klippa hann. Haraldur sem hefur starfað sem rakari í þrjátíu ár segir að ekkert annað hafi legið fyrir en að taka við stofunni. „Mamma var líka hárgreiðsludama og rak Hárgreiðslustofu Fjólu hér á Akranesi. Það var ekkert annað í kortunum en að taka hér við,“ segir Haraldur. Mæla með snyrtingu á nokkurra vikna fresti Þeir segja að langflesta viðskiptavini sína vera karlkyns, þeir fylgist því vel með nýjustu herratískunni. Þá eru þeir á einu máli um hversu oft menn þurfi að koma í klippingu svo kollurinn sé snyrtilegur. „Svona þriðju, fjórðu hverja viku,“ segja þeir nánast einum rómi. Hinrik segir að hártískan hafi breyst mikið frá því að hann byrjaði. „Það er t.d. klippt meira snöggt í dag en áður,“ segir Hinrik. Þeir feðgar sjá þó ekki fram á að næsta kynslóð í fjölskyldunni taki við í þessu húsi. „Það er frekar ólíklegt miðað við núverandi stöðu,“ segir Haraldur sem býst hins vegar við að starfa að minnsta kosti þrjátíu ár í viðbót í húsinu.
Hár og förðun Akranes Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira