Ósáttur við dómarann: „Hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið“ Arnar Skúli Atlason skrifar 30. júlí 2024 22:20 Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, var ekki sáttur við frammistöðu dómarans Guðmundar Páls Friðbertssonar í kvöld. vísir/diego Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna var svekktur að leik loknum á móti Tindastóls í dag. Þar sem lið hans kastaði frá sér tveggja marka forystu og misstu unnin leik niður í jafntefli á lokamínútum leiksins, 3-3. „Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum. Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
„Ég er bara sár og svekktur og sérstaklega vonsvikinn fyrir hönd stelpnanna að hafa endað á því að kasta frá okkur tveimur stigum hér,“ sagði Jóhann eftir leik. Eftir að Þór/KA komst í 3-1 fór Jóhann að hreyfa við liði sínu sem breytti flæði liðsins. Honum fannst dómari leiksins heldur spjaldaglaður einnig. „Tindastóll gerir vel það sem þeir gera. Þær eru sterkar í föstum leikatriðum. Við réðum illa við það. Þær skora þrjú úr föstum leikatriðum í dag og með smá aðstoð ná þær í stig hérna í dag. Við vorum klaufar í seinni hálfleik. Við hefðum getað gert betur, skorað meira og alveg haldið skipulaginu betur þótt við hefðum verið að breyta hinu og þessu. Það var „loose cannon“ á flautunni,“ sagði Jóhann. „Við vorum svolítið spjaldahrædd. Þegar leikmennirnir okkar voru farnir að fá spjöld þá vildum við ekki fara að missa menn í bönn hér að óþörfu því þú vissir aldrei hvað var að fara að gerast þegar það komu návígi eða ekki návígi, þegar eitthvað gerist eða ekki gerist. Þannig við þurftum að breyta dálítið mikið hjá okkur en við náðum bara ekki að halda þetta út og bara vel gert hjá Tindastóli og til hamingju með stigið.“ Það var atburðarrás eftir leik þar sem Jóhann fékk rautt spjald eftir leik þegar hann ræddi við dómara að leik loknum sem var dregið til baka stuttu seinna því það var byggt á misskilningi. „Ég held að það hafi lýst leiknum ágætlega þessi atburðarrás. Hann sagðist hafa heyrt eitthvað sem enginn annar heyrði og gaf mér rautt og svo var hann bara leiðréttur af sínu samstarfsfólki og dró það baka. Ég veit ekki, hann var bara eitthvað illa fyrir kallaður greyið. Hann baðst afsökunar bæði á því og ef ég hann dæmdi eitthvað vitlaust, ég hef ekki séð myndband af þessu. Þetta var ótrúlegur dómur þessi vítaspyrnudómur. Þeir eins og við, dómaranir, eiga misjafna leiki og hann átti verulega misjafnan dag,“ sagði Jóhann að lokum.
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira