Nýliðarnir sanka að sér dýrmætri reynslu Aron Guðmundsson skrifar 2. ágúst 2024 16:30 Jonathan Wheatley hefur leikið stórt hlutverk hjá meistaraliði Red Bull Racing í Formúlu 1 undanfarin ár. Vísir/Getty Hið nýja Formúlu 1 lið Audi er farið að taka á sig mynd og hefur þýski bílaframleiðandinn sankað að sér reynsluboltum úr mótaröðinni upp á síðkastið fyrir frumraun sína í Formúlu 1 Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslumikla Jonathan Wheatley frá margföldu meistaraliði Red Bull Racing í starf liðsstjóra Audi Formúlu 1 liðsins. Wheatley hefur verið á mála hjá Red Bull Racing undanfarin átján ár og hefur þar leiki stór hlutverk sem íþróttastjóri (e.sporting director). Fyrir þann tíma var Wheatley á mála hjá liði Benetton/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfirtæknistjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða. Á þessum tímamótum, nú þegar að Wheatley horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Racing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tækifæri til þess að hafa yfirumsjón með innkomu nýs bílasmiðs í Formúlu 1. Því hafi hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi. Wheatley mun engu að síður klára yfirstandandi tímabil með Red Bull Racing og í kjölfarið taka sér mánaða frí áður en hann hefur formlega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í Formúlu 1 og mun frá og með tímabilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á regluverki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi. Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðalökumönnum sínum fyrir það tímabil. Hinn 36 ára gamli Þjóðverji, Nico Hulkenberg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tímabili og mun svo frá og með tímabilinu 2026 aka fyrir Audi. Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðsstjóri Ferrari og koma hann og Jonathan Wheatley, verðandi liðsstjóri Audi, til með að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð Formúlu 1 liði þýska bílaframleiðandans. „Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í samkeppnishæfa umhverfinu sem ríkir í Formúlu 1,“ segir Gernot Dollner, framkvæmdastjóri Audi. Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Nú síðast var greint frá ráðningu Bretans reynslumikla Jonathan Wheatley frá margföldu meistaraliði Red Bull Racing í starf liðsstjóra Audi Formúlu 1 liðsins. Wheatley hefur verið á mála hjá Red Bull Racing undanfarin átján ár og hefur þar leiki stór hlutverk sem íþróttastjóri (e.sporting director). Fyrir þann tíma var Wheatley á mála hjá liði Benetton/Renault frá árinu 1991 til 2006. Þar vann hann sig á endanum upp í starf yfirtæknistjóra en á þessum árum vann liðið til tveggja heimsmeistaratitla í flokki bílasmiða. Á þessum tímamótum, nú þegar að Wheatley horfir fram á að ganga til liðs við Audi, segist hann stoltur af tíma sínum og árangrinum sem náðst hefur hjá Red Bull Racing. Hins vegar hafi það reynst erfitt fyrir hann að hafna tækifæri til þess að hafa yfirumsjón með innkomu nýs bílasmiðs í Formúlu 1. Því hafi hann ákveðið að söðla um og ganga til liðs við Audi. Wheatley mun engu að síður klára yfirstandandi tímabil með Red Bull Racing og í kjölfarið taka sér mánaða frí áður en hann hefur formlega störf hjá Audi í síðasta lagi í júlí á næsta ári. Þýski spaðinn Nico Hulkenberg verður einn af tveimur aðalökumönnum Formúlu 1 liðs Audi tímabilið 2026. Hann mun aka undir merkjum Sauber á næsta tímabili en liðið mun í kjölfarið keppa undir merkjum Audi.Vísir/Getty Fyrr á þessu ári tók Audi yfir Sauber liðið í Formúlu 1 og mun frá og með tímabilinu 2026, þegar miklar breytingar eiga sér stað á regluverki mótaraðarinnar, keppa undir merkjum Audi. Liðið hefur nú þegar gengið frá ráðningu á einum af tveimur aðalökumönnum sínum fyrir það tímabil. Hinn 36 ára gamli Þjóðverji, Nico Hulkenberg, skiptir yfir til Sauber frá Haas á næsta tímabili og mun svo frá og með tímabilinu 2026 aka fyrir Audi. Þá var greint frá því á dögunum að Ítalinn Mattia Binotto hefði verið ráðinn yfirmaður Formúlu 1 liðs Audi. Binotto var áður liðsstjóri Ferrari og koma hann og Jonathan Wheatley, verðandi liðsstjóri Audi, til með að hafa yfirumsjón með og bera ábyrgð Formúlu 1 liði þýska bílaframleiðandans. „Reynsla þeirra og færni mun hjálpa okkur við að fóta okkur mjög fljótt í samkeppnishæfa umhverfinu sem ríkir í Formúlu 1,“ segir Gernot Dollner, framkvæmdastjóri Audi.
Akstursíþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Kassi í Mosfellsbæinn Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira