Sendu skilaboð á Neyðarlínuna en enginn fundist á svæðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. ágúst 2024 10:13 Leitað er í þekktum hellum og einnig aflað upplýsinga um óþekktari hella á svæðinu. Landsbjörg Ferðamenn sem leitað hefur verið að nærri Kerlingarfjöllum á miðhálendinu síðan í gærkvöldi höfðu samband við netspjall Neyðarlínunnar og gáfu upp staðsetningarhnit. Netspjallið lokaðist í framhaldinu og enginn hefur fundist nálægt þeirri staðsetningu sem gefin var upp. Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“ Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Um 135 björgunarsveitarmenn eru á vettvangi og hafa leitað frá því seint í gærkvöldi. Til stóð að nýta þyrlu Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi en sökum skyggnis gekk það ekki. Veður í dag er með ágætum en leit á landi og lofti hefur ekki skilabð neinum árangri. „Það er verið að vinna úr vísbendingum áfram og merkja við hvert verkefni á fætur öðru, útiloka bæði staði og möguleika,“ segir Jón Þór Víglundsson. Hann segir skilaboðin hafa komið úr farsímanúmeri sem ekki hefur náðst í síðan skilaboðin voru send. Hann telur upplýsingar um nöfn þeirra sem höfðu samband ekki liggja fyrir, í það minnsta hafi hann ekki þær upplýsingar. Frá leitinni á miðhálendinu í morgun.Landsbjörg „Nei, það held ég ekki en ég ætla ekki að útiloka það. Það var gefið upp símanúmer sem ekki næst í og netspjallinu var lokað.“ Jón Þór segir að búið sé að útiloka að nokkur sé týndur eða fastur í nágrenni við staðsetningarhnitið sem gefið var upp. „Sá punktur virtist vera nokkuð nákvæmur en þar var ekki að finna neinar vísbendingar. Þá er eiginlega ekki hægt að gera ráð fyrir öðru en að það sé einhver skekkja í upphaflegum punktum,“ segir Jón Þór. Nú sé verið að víkka út leitarsvæðið og skoða í alla þekkta hella og um leið afla sér upplýsinga um óþekkta hella. Leitarfólk notaði höfuðljós í myrkrinu í nótt.Landsbjörg „Það er verið að afla upplýsinga hjá fjallkóngum á svæðinu. Verið að skoða hvar menn vita af hellum. Hellarannsóknarmenn vita margir af hellum sem eru ekki á almennu vitorði,“ segir Jón Þór. Ekki sé búið að kalla út fleiri björgunarsveitarmenn til viðbótar við þá 135 sem eru við leit. Það gæti breyst. „Ef þetta dregst á langinn þá þarf að skipta út mannskap. Það fer að styttst í að þeir sem fóru fyrstir af stað hafi verið í tólf tíma að leita.“
Björgunarsveitir Lögreglumál Landhelgisgæslan Hrunamannahreppur Tengdar fréttir Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24 Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04 Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Ferðamennirnir ófundnir Ferðamennirnir sem taldir eru fastir í helli nærri Kerlingarfjöllum eru enn ófundnir. Leit stendur yfir og um 135 björgunarmenn á vettvangi eins og er. 6. ágúst 2024 06:24
Útkall vegna ferðamanna sem lokaðir eru inni í helli Björgunarsveitir á Suðurlandi og rústabjörgunarhópar á höfuðborgarsvæði hafa verið kallaðar út vegna tilkynningar um ferðamenn sem hafa fest sig inni í helli á Suðurlandi. Um stórt útkall er að ræða en lélegt skyggni á svæðinu hjálpar ekki til. 5. ágúst 2024 23:04