Þetta eru fyrstu Ólympíuleikar Sophie, sem myndar þriggja manna lið með þeim Katy Marchant og Emma Finucane. Saman unnu þær gull í gær og settu heimsmet, en þetta er í fyrsta sinn sem Bretland vinnur til verðlauna í innanhúshjólreiðum.

Faðir hennar, Nigel Capewell, keppti í greininni á Ólympíuleikum fatlaðra árin 1996 og 2000. Hann lést árið 2021 og fékk aldrei að sjá dóttur sína keppa á Ólympíuleikunum því Sophie var ekki valin í liðið fyrir leikana í Tókýó 2021.
Sophie brast í grát og tileinkaði föður sínum sigurinn.
„Ég hef gengið í gegnum erfiða tíma. Það er ekkert sem ég vildi frekar en að hann væri með mér hér í dag,“ sagði Sophie.
„Hann er það!“ svaraði Emma Finucane, liðsfélagi hennar.
Myndband af heimsmetshjólinu og viðtal við þríeykið má sjá í spilaranum hér að ofan.