Bean hafði verið að glíma við hvítblæði og tapaði þeim bardaga tæpu ári eftir greiningu.
Eftir að Bean kom út úr skápnum fór hann síðan í vinnu fyrir MLB-deildina í hafnabolta og leiddi starf er varðar réttindi minnihlutahópa í deildinni.
Bean spilaði í MLB-deildinni frá 1987 til 1995. Hann spilaði fyrst fyrir Detroit Tigers en spilaði síðar fyrir LA Dodgers og San Diego Padres.
Hann kom út úr skápnum árið 1999 en Glenn Burke varð fyrsti hafnaboltamaðurinn til þess að opinbera samkynhneigð sína árið 1982.
Bean hafði síðan starfað fyrir deildina frá árinu 2014.