Óli Egils snýr sér að Ladda eftir Bubba Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2024 20:00 Ólafur Egill og Vala Kristín munu skyggnast inn í kollinn á Ladda í hinni nýju sýningu. Þetta er Laddi! er ný stórsýning eftir Ólaf Egil sem frumsýnd verður í Borgarleikhúsinu í vetur. Í sýningunni hyggst Ólafur Egill í samvinnu við Völu Kristínu Eiríksdóttur skyggnast inn í kollinn á Þórhalli Sigurðssyni, einum ástsælasta listamanni þjóðarinnar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningum á síðasta stórverki eftir Ólaf Egil lauk í sumar, söngleiknum Níu líf um Bubba Morthens sem sló öll aðsóknarmet á Íslandi. Nú snýr leikstjórinn og handritshöfundurinn sér að Ladda. Kanna uppruna gamalkunnra persóna Þórhallur Sigurðsson eða Laddi er löngu orðinn þjóðargersemi. Hann hóf ferilinn sem trommari í hljómsveitinni Föxum en sló síðar í gegn sem annar helmingur tvíeykisins Halli og Laddi, ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Hann hefur skemmt þjóðinni sem leikari, handritshöfundur og söngvari, í skemmtiþáttum, bíómyndum og tónlist. „En hver er maðurinn? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld?“ er spurt í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að uppruni gamalkunnra persóna Ladda verði kannaður, þróun íslensks grín sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram. Fyrst og fremst verði hlegið og þakkað fyrir alla gleðina. Fá sjálfan Ladda í sófann Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir að nefna áðurnefnd Níu líf, Ástu og Ellý sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarsyni og snýr nú aftur á svið í takmarkaðan tíma vegna fjölda áskorana. Verk Völu Kristínar hafa einnig sótt innblástur í íslenskan veruleika en hún er einn af handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk og gamanþáttunum Þær tvær. Hér fá þau Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, í sófann til sín ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins. „Við hlökkum mikið til að setja sögur Ladda á svið,“ segir Ólafur Egill. „Það eru forréttindi að fá að heiðra jafn frábæran listamann og skemmtikraft og ég held við getum lofað magnaðri sýningu, af nógu er að taka, það er víst.“ Menning Leikhús Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Borgarleikhúsinu. Sýningum á síðasta stórverki eftir Ólaf Egil lauk í sumar, söngleiknum Níu líf um Bubba Morthens sem sló öll aðsóknarmet á Íslandi. Nú snýr leikstjórinn og handritshöfundurinn sér að Ladda. Kanna uppruna gamalkunnra persóna Þórhallur Sigurðsson eða Laddi er löngu orðinn þjóðargersemi. Hann hóf ferilinn sem trommari í hljómsveitinni Föxum en sló síðar í gegn sem annar helmingur tvíeykisins Halli og Laddi, ásamt bróður sínum Haraldi Sigurðssyni. Hann hefur skemmt þjóðinni sem leikari, handritshöfundur og söngvari, í skemmtiþáttum, bíómyndum og tónlist. „En hver er maðurinn? Og hvaðan kemur húmorinn sem hefur verið samofinn húmor heillar þjóðar í bráðum hálfa öld?“ er spurt í tilkynningu frá leikhúsinu. Þar segir að uppruni gamalkunnra persóna Ladda verði kannaður, þróun íslensks grín sett undir smásjá og lyklar að manninum sjálfum á bak við grínið dregnir fram. Fyrst og fremst verði hlegið og þakkað fyrir alla gleðina. Fá sjálfan Ladda í sófann Ólafur Egill hefur löngum sótt í íslenskan veruleika og sett upp hverja verðlaunasýninguna á fætur annarri þar sem hann kryfur samtímann og segir sögur þjóðarinnar. Nægir að nefna áðurnefnd Níu líf, Ástu og Ellý sem hann skrifaði ásamt Gísla Erni Garðarsyni og snýr nú aftur á svið í takmarkaðan tíma vegna fjölda áskorana. Verk Völu Kristínar hafa einnig sótt innblástur í íslenskan veruleika en hún er einn af handritshöfundum og leikurum í sjónvarpsþáttunum Venjulegt fólk og gamanþáttunum Þær tvær. Hér fá þau Þórhall Sigurðsson, sjálfan Ladda, í sófann til sín ásamt fremstu gamanleikurum Borgarleikhússins. „Við hlökkum mikið til að setja sögur Ladda á svið,“ segir Ólafur Egill. „Það eru forréttindi að fá að heiðra jafn frábæran listamann og skemmtikraft og ég held við getum lofað magnaðri sýningu, af nógu er að taka, það er víst.“
Menning Leikhús Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira