„Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta“ Þorsteinn Hjálmsson skrifar 9. ágúst 2024 20:40 Úlfa Dís og félagar fagna marki fyrr í sumar Vísir/Getty Stjarnan batt í kvöld enda á sigurhrinu Vals í Bestu deild kvenna. Lauk leiknum með 1-1 jafntefli en Valur hafði leitt leikinn frá 13. mínútu og fram á lokamínútur hans. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum. Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði jöfnunarmark Stjörnunnar á 86. mínútu leiksins með laglegu skoti fyrir utan teig. Úlfa Dís var að vonum ánægð með stigið gegn toppliði deildarinnar. „Við fórum bara inn í leikinn eins og alla aðra leiki og við uppskárum eins og við sáðum. Þetta var bara þolinmæðisvinna.“ Jöfnunarmark Stjörnunnar var af dýrari gerðinni. Úlfa Dís fékk þá boltann úti á hægri kantinum og leitaði inn á völlinn með boltann. Þegar hún nálgaðist teiginn lét hún skotið ríða af með vinstri fæti og söng boltinn í netinu. Úlfa Dís segir Rajko Stanisic, markmannsþjálfara Stjörnunnar, hafa hvíslaði því að sér að láta á það reyna að skjóta af þessu færi. „Það var búið að hvísla mér í eyrað að gera þetta. Rajko sagði mér að gera þetta og ég gerði þetta bara og þetta virkaði.“ Stjarnan hefur verið á fínu skriði í deildinni upp á síðkastið. Aðspurð hvernig tilfinningin var að koma inn í þennan leik gegn toppliði Vals hafði Úlfa Dís þetta að segja. „Tilfinningin var bara mjög góð. Við erum með gott „record“ á móti Val á þessum velli þannig að við fórum bara fullar sjálfstraust inn í þennan leik.“ Úlfa Dís lýgur engu þar, en Stjarnan vann báða leikina gegn Val á Samsungvellinum á síðasta tímabili. Nú eru tveir leikir eftir af hefðbundnu deildarkeppninni áður en deildinni er tvískipt. Stjarnan á tvo krefjandi leiki fram undan. Annars vegar gegn Þór/KA og svo Þrótti sem er í harðri baráttu við Garðbæinga um sæti í efri hluta umspilinu. „Við ætlum bara að taka einn leik í einu og fókusera bara á næsta leik og mæta í alla leiki eins og við mættum í dag,“ segir Úlfa Dís um framhaldið hjá henni og liðsfélögum sínum.
Íslenski boltinn Fótbolti Besta deild kvenna Stjarnan Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Körfubolti Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Enski boltinn Fleiri fréttir Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Sjá meira