Sterkt að fá systurina heim: „Hún er tilbúin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 10. ágúst 2024 12:15 Ásta Eir Árnadóttir fagnar því að fá systur sína heim í Kópavoginn. Þær eru báðar klárar í slaginn í dag. Vísir/Vilhelm Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks í Bestu deild kvenna í fótbolta, segir leikmenn liðsins spennta fyrir leik dagsins við Þór/KA. Blikakonur geta minnkað bil Vals á toppi deildarinnar í eitt stig með sigri. Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta. Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leikur Breiðabliks og Þórs/KA er klukkan 16:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Breiðablik tapaði síðasta leik fyrir Val fyrir um tíu dögum. Valur náði þar þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar, bil sem er nú fjögur stig eftir jafntefli Vals við Stjörnuna í gær. Ásta Eir segir Blikakonur hafa hrist það tap úr kerfinu og hafi notið stutts frís í kjölfarið. „Ekki spurning. Við fórum í fínt fjögurra daga frí eftir þennan leik, inn í Verslunamannahelgina. Svo komum við bara til baka í nýja æfingaviku og einbeitingin á næsta leik,“ segir Ásta Eir í samtali við Vísi. Gott að fá Kristínu heim Blikar fengu þá góðan liðsstyrk í vikunni. Kristín Dís Árnadóttir, systir Ástu, er snúin aftur í Kópavoginn eftir að hafa yfirgefið Bröndby í Danmörku. Ásta fagnar því eðlilega að fá systur sína heim. „Það er bara mjög gott sko. Það er frábært fyrir hópinn. Hún þekkir vel til og er bara hörku góður leikmaður. Klárlega góð styrking fyrir okkur fyrir restina af tímabilinu,“ „Hún er búin að vera að æfa með okkur í smá tíma og er tilbúin, sem er frábært,“ segir Ásta. Þær systur Ásta og Kristín á góðri stundu.Vísir/Vilhelm Sá restina yfir eldamennskunni Líkt og fram kemur að ofan gerði Valur jafntefli við Stjörnuna í gærkvöld. Var Ásta að fylgjast með leiknum? „Reyndar ekki. Við vorum að æfa á sama tíma. Ég sá síðustu fimm mínúturnar, ég kveikti á þessu þegar ég kom heim og var að elda kvöldmat en náði ekki að fylgjast með þessu,“ segir Ásta. En gefur það Blikum byr undir báða vængi fyrir leik dagsins að sjá Valskonur tapa stigum? „Já og nei. Maður er alltaf að segja það sama. Við þurfum að hugsa um okkur og þær hugsa um sitt. Auðvitað fylgist maður með öllum leikjum og allt svoleiðis. En úrslitin úr síðasta leik gera að verkum að það er alls konar sem við viljum bæta í okkar leik. Þannig að við erum mjög spenntar að spila í dag og skila alvöru frammistöðu. Það er kominn tími á það,“ segi Ásta.
Breiðablik Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Þór Akureyri KA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Liverpool | Risaleikur á Etihad Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira