Þykir sárt að vera stunginn í bakið af vini sínum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. ágúst 2024 13:25 Sigríður Friðjónsdóttir og Helgi Magnús Gunnarsson hafa starfað saman um áratugaskeið. Vísir/Vilhelm Lögmaður Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara hefur sent dómsmálaráðherra bréf þar sem þess er krafist að áminning sem hann hlaut frá Sigríði Friðjónsdóttur ríkissaksóknara verði afturkölluð. Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu að Sigríður hafi lagt það til við dómsmálaráðherra að leysa hann tímabundið frá störfum. „Við höfum unnið saman meira og minna í 25 ár og verið í þessum stöðum sem við erum í 13 ár, og hélt nú að það væri ágætt á milli okkar, og kært með okkur. Þannig þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Helgi Magnús í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við höfum unnið mjög vel saman, og verið vinir í starfi.“ Helgi sagði í viðtalinu að hann gæti notað þá myndlíkingu að hann hefði verið stunginn í bakið af yfirmanni sínum. „Við þurfum að hafa bakland. Það er hlutverk stjórnenda. Ég hef verið stjórnandi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, ég var æðsti yfirmaður þar. Það hefði aldrei hvarflað að mér að fara svona í bakið á mínum undirmönnum," segir hann. „Það er rosalega erfitt þegar fólk sem manni þykir vænt um og maður hefur starfað með snýr svona við manni bakinu. Ég hefði aldrei trúað því.“ Helgi Magnús fékk áminningu frá Sigríði árið 2022 en að hennar sögn var það vegna nokkurra tilvika sem vörðuðu tjáningu hans sem nái aftur til ársins 2017. Á dögunum fjallaði Vísir um mörg ummæli Helga Magnúsar sem hafa vakið athygli í gegnum tíðina. Nánar má lesa um þau hér. Í lok júlí lagði Sigríður það til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru samtakanna Solaris á hendur honum vegna ummæla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og Solaris. Lögfræði 101 Helgi hefur krafist þess að áminningin sem hann hlaut árið 2022, sem er forsenda þess að það er til skoðunar að leysa hann frá störfum, verði afturkölluð. „Við væntum þess að þessi rök sem við rekjum í bréfinu, og eru nú held ég bara lögfræði 101, eigi að verða til dómsmálaráðherra hafi tæki og tól til að kasta þessu út,“ segir Helgi sem segir að það sé ráðherra að veita honum áminningu en ekki ríkissaksóknara. „Það er miður að þurfa að vera að skrifa bréf um lögfræði 101 í svona máli. Þetta er mjög alvarlegt.“ Segist alltaf hafa sagt sannleikann Ummælin sem Helgi lét falla, og urðu til þess að ríkissaksóknari bað ráðherra um að skoða stöðu hans, voru vegna átta ára fangelsisdóms sem Mohamad Thor Jóhannesson, áður Mohamad Kourani, hlaut vegna stunguárásar og annara brota. Mohamad hafði áður ásótt Helga og fjölskyldu hans. Hann sagði í viðtali við Vísi að Mohamad væri ýkt dæmi en að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem þekkist á Íslandi. „Ég hef ekkert sagt annað en sannleikann með orðum sem eru mjög pen til þess að gera, og ég hef ekki verið með nein stóryrði um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Helgi. Hann hvetur fólk til að lesa það sem hann hafi sagt og skrifað, og tekur fram að hann hafi ekki talað um neitt tiltekið þjóðerni, trúarhóp eða litarhaft. Þó viðurkennir Helgi að hann hefði getað orðað eitthvað betur. „Öskraði á mig að hann ætlaði að drepa mig“ Helgi Magnús segir að vegna þess að hann hafi síðastliðna áratugi verið í stanslausum „fæting“ við landsins færustu lögmenn alla daga í Hæstarétti, Landsrétti og víðar, hafi hann ekki áttað sig á því hvaða áhrif það myndi hafa á tilfinningalíf sitt að sitja undir hótunum í þrjú ár. „Maður hugsar þetta þannig að maður myndi tækla þetta eins og hvað annað. En dropinn holar steininn. Ég er að upplifa það eftir á að ég hafi tekið þetta nærri mér en ég vildi viðurkenna,“ segir Helgi Magnús sem minnist á að hann hafi sett upp öryggismyndavélakerfi um heimili sitt, meðal annars til að vernda börnin sín frá Mohamad. „Hann kom þrisvar upp í vinnu til okkar og öskraði á mig að hann ætlaði að drepa mig þegar hann sá mig fyrir innan gler í afgreiðslunni,“ segir Helgi sem hefur talað um að hann hafi fundið fyrir litlum stuðningi frá Sigríði á meðan á þessu stóð. Helgi vill meina að um sé ræða þöggun, og að markmiðið sé að bola honum úr starfi. „Við erum að horfa upp á þöggun sem beinist að mér og þöggunin er fólgin í því að koma mér úr starfi til þess að það komi einhver annar sem verði þá lafhræddur við að tjá sig. En það er ekki vegna þess að þessir hlutir eru rangir. Hvernig í ósköpunum getur það verið efni til þess að maður missi starf sitt að maður segi sannleikann?“ Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Hann segir að það hafi komið sér í opna skjöldu að Sigríður hafi lagt það til við dómsmálaráðherra að leysa hann tímabundið frá störfum. „Við höfum unnið saman meira og minna í 25 ár og verið í þessum stöðum sem við erum í 13 ár, og hélt nú að það væri ágætt á milli okkar, og kært með okkur. Þannig þetta kom mér mjög mikið á óvart,“ sagði Helgi Magnús í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. „Við höfum unnið mjög vel saman, og verið vinir í starfi.“ Helgi sagði í viðtalinu að hann gæti notað þá myndlíkingu að hann hefði verið stunginn í bakið af yfirmanni sínum. „Við þurfum að hafa bakland. Það er hlutverk stjórnenda. Ég hef verið stjórnandi hjá efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra, ég var æðsti yfirmaður þar. Það hefði aldrei hvarflað að mér að fara svona í bakið á mínum undirmönnum," segir hann. „Það er rosalega erfitt þegar fólk sem manni þykir vænt um og maður hefur starfað með snýr svona við manni bakinu. Ég hefði aldrei trúað því.“ Helgi Magnús fékk áminningu frá Sigríði árið 2022 en að hennar sögn var það vegna nokkurra tilvika sem vörðuðu tjáningu hans sem nái aftur til ársins 2017. Á dögunum fjallaði Vísir um mörg ummæli Helga Magnúsar sem hafa vakið athygli í gegnum tíðina. Nánar má lesa um þau hér. Í lok júlí lagði Sigríður það til við dómsmálaráðherra að Helgi yrði leystur tímabundið frá störfum vegna kæru samtakanna Solaris á hendur honum vegna ummæla um innflytjendur frá Mið-Austurlöndum og Solaris. Lögfræði 101 Helgi hefur krafist þess að áminningin sem hann hlaut árið 2022, sem er forsenda þess að það er til skoðunar að leysa hann frá störfum, verði afturkölluð. „Við væntum þess að þessi rök sem við rekjum í bréfinu, og eru nú held ég bara lögfræði 101, eigi að verða til dómsmálaráðherra hafi tæki og tól til að kasta þessu út,“ segir Helgi sem segir að það sé ráðherra að veita honum áminningu en ekki ríkissaksóknara. „Það er miður að þurfa að vera að skrifa bréf um lögfræði 101 í svona máli. Þetta er mjög alvarlegt.“ Segist alltaf hafa sagt sannleikann Ummælin sem Helgi lét falla, og urðu til þess að ríkissaksóknari bað ráðherra um að skoða stöðu hans, voru vegna átta ára fangelsisdóms sem Mohamad Thor Jóhannesson, áður Mohamad Kourani, hlaut vegna stunguárásar og annara brota. Mohamad hafði áður ásótt Helga og fjölskyldu hans. Hann sagði í viðtali við Vísi að Mohamad væri ýkt dæmi en að verið væri að flytja inn kúltúr í stórum stíl sem væri frábrugðin því sem þekkist á Íslandi. „Ég hef ekkert sagt annað en sannleikann með orðum sem eru mjög pen til þess að gera, og ég hef ekki verið með nein stóryrði um nokkurn skapaðan hlut,“ segir Helgi. Hann hvetur fólk til að lesa það sem hann hafi sagt og skrifað, og tekur fram að hann hafi ekki talað um neitt tiltekið þjóðerni, trúarhóp eða litarhaft. Þó viðurkennir Helgi að hann hefði getað orðað eitthvað betur. „Öskraði á mig að hann ætlaði að drepa mig“ Helgi Magnús segir að vegna þess að hann hafi síðastliðna áratugi verið í stanslausum „fæting“ við landsins færustu lögmenn alla daga í Hæstarétti, Landsrétti og víðar, hafi hann ekki áttað sig á því hvaða áhrif það myndi hafa á tilfinningalíf sitt að sitja undir hótunum í þrjú ár. „Maður hugsar þetta þannig að maður myndi tækla þetta eins og hvað annað. En dropinn holar steininn. Ég er að upplifa það eftir á að ég hafi tekið þetta nærri mér en ég vildi viðurkenna,“ segir Helgi Magnús sem minnist á að hann hafi sett upp öryggismyndavélakerfi um heimili sitt, meðal annars til að vernda börnin sín frá Mohamad. „Hann kom þrisvar upp í vinnu til okkar og öskraði á mig að hann ætlaði að drepa mig þegar hann sá mig fyrir innan gler í afgreiðslunni,“ segir Helgi sem hefur talað um að hann hafi fundið fyrir litlum stuðningi frá Sigríði á meðan á þessu stóð. Helgi vill meina að um sé ræða þöggun, og að markmiðið sé að bola honum úr starfi. „Við erum að horfa upp á þöggun sem beinist að mér og þöggunin er fólgin í því að koma mér úr starfi til þess að það komi einhver annar sem verði þá lafhræddur við að tjá sig. En það er ekki vegna þess að þessir hlutir eru rangir. Hvernig í ósköpunum getur það verið efni til þess að maður missi starf sitt að maður segi sannleikann?“
Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mál Mohamad Kourani Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira