Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 09:21 Pétur Jökull Jónasson í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. Meintur glæpur Pétur Jökuls snýst um að hafa komið að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Þeir verða á meðal vitna sem gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Hver er Nonni eða Harry? Mennirnir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kallaði sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“ í samskiptum við fjórmenningana. Sá gaf hinum fjórum skipanir með skilaboðasendingum. Fjórmenningarnir sögðust fyrir dómi ekki vita hver viðkomandi væri. Það var svo í febrúar síðastliðnum sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Hann var handtekinn við komuna til landsins nokkru síðar og hefur setið í gæsluvarðhaldi svo til sleitulaust síðan. Sást ekki framan í huldumann Fram hefur komið í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á hendur Pétri Jökli að lögregla telji ljóst að Pétur Jökull sé viðriðinn málið. Einn sakborninga hafi gefið lýsingu á karlmanni sem passaði við Pétur Jökul. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og Brasilíu, sem virðist hafa styrkt grun hennar. Fyrrnefndur sakborningur hafi sagt lögreglu hvar hann og huldumaður í málinu hafi hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við skipulagningu á innflutningnum. Lögregla leitaði að myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Lögregla hvatti Pétur Jökul til að koma til landsins í október 2022 en hann sinnti ekki því kalli. Eftir að Interpol gaf út handtökuskipan í byrjun árs 2024 setti hann sig í samband við lögreglu sem greiddi fyrir komu hans til Íslands. Vísað frá í fyrstu tilraun Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Pétri Jökli fyrir aðild sína í maí. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur og vísaði dómari til þess að verknaðarlýsing í ákæruskjalinu væri ekki nógu nákvæm. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til efnislegrar meðferðar í héraði. Ákæran væri samhljóða þeim á hendur fjórmenningunum sem voru dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Reiknað er með því að aðalmeðferðin í málinu standi yfir fram á miðvikudag. Á sér sögu fyrir smygl Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, kom við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk dóm. Sveddi var búsettur erlendis en bendlaður við málið. Evrópulögreglan Europol lýsti eftir honum en án árangurs. Hann var í apríl í fyrra handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar og talinn meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu í Brasilíu. Þótt fjórir hafi hlotið fimm til níu ára fangelsisdóma í stóra kókaínmálinu er fjölmörgum spurningum ósvarað. Hvernig kaupin á fíkniefnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í trjádrumbum og hverjir eru höfuðpaurar í málinu. Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni, sem lögregla gerði upptæk, sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Meintur glæpur Pétur Jökuls snýst um að hafa komið að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins sumarið 2022. Efnin voru falin í timbursendingu sem barst til Hollands frá Brasilíu og átti að senda áfram til Íslands. Fjórir menn voru í kjölfarið dæmdir vegna málsins og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Þeir verða á meðal vitna sem gefa skýrslu fyrir dómi í dag. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins utan landsteinanna sem sluppu undan armi laganna. Hver er Nonni eða Harry? Mennirnir fjórir sem þegar hafa verið dæmdir játuðu allir þátttöku sína í málinu en sögðu sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur sögðu alþekkt að sú aðferð væri notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum var ósvarað. Ein sú stærsta var hver einstaklingurinn væri sem kallaði sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“ í samskiptum við fjórmenningana. Sá gaf hinum fjórum skipanir með skilaboðasendingum. Fjórmenningarnir sögðust fyrir dómi ekki vita hver viðkomandi væri. Það var svo í febrúar síðastliðnum sem alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir Pétri Jökli. Hann var handtekinn við komuna til landsins nokkru síðar og hefur setið í gæsluvarðhaldi svo til sleitulaust síðan. Sást ekki framan í huldumann Fram hefur komið í gæsluvarðhaldskröfu lögreglu á hendur Pétri Jökli að lögregla telji ljóst að Pétur Jökull sé viðriðinn málið. Einn sakborninga hafi gefið lýsingu á karlmanni sem passaði við Pétur Jökul. Þá skoðaði lögregla flugferðir hans, bæði frá Íslandi og Brasilíu, sem virðist hafa styrkt grun hennar. Fyrrnefndur sakborningur hafi sagt lögreglu hvar hann og huldumaður í málinu hafi hist nokkrum sinnum í miðbæ Reykjavíkur í tengslum við skipulagningu á innflutningnum. Lögregla leitaði að myndbandsupptökum úr öryggismyndavélum á svæðinu og sáu hvar sakborningurinn hitti huldumanninn. Ekki sást í andlit huldumannsins, en þrátt fyrir það er fullyrt að þetta hafi rennt stoðum undir framburð sakborningsins. Þá gerði lögregla samanburð á staðsetningu síma Péturs Jökuls og á síma sem sakborningurinn taldi vera í eigu huldumannsins. Þessi samanburður leiddi í ljós að símarnir fóru úr landi á sama síma. Lögregla hvatti Pétur Jökul til að koma til landsins í október 2022 en hann sinnti ekki því kalli. Eftir að Interpol gaf út handtökuskipan í byrjun árs 2024 setti hann sig í samband við lögreglu sem greiddi fyrir komu hans til Íslands. Vísað frá í fyrstu tilraun Héraðssaksóknari gaf út ákæru á hendur Pétri Jökli fyrir aðild sína í maí. Málinu var vísað frá í Héraðsdómi Reykjavíkur og vísaði dómari til þess að verknaðarlýsing í ákæruskjalinu væri ekki nógu nákvæm. Héraðssaksóknari kærði þá niðurstöðu til Landsréttar sem komst að þeirri niðurstöðu að taka ætti málið til efnislegrar meðferðar í héraði. Ákæran væri samhljóða þeim á hendur fjórmenningunum sem voru dæmdir til fangelsisvistar í sama máli. Reiknað er með því að aðalmeðferðin í málinu standi yfir fram á miðvikudag. Á sér sögu fyrir smygl Pétur Jökull var dæmdur til tveggja ára fangelsisvistar árið 2010 fyrir að smygla 1,6 kílóum af kókaíni frá Alicante á Spáni til landsins. Þá var hann dæmdur í fimm mánaða fangelsi árið 2011 fyrir rán. Sverrir Þór Gunnarsson, betur þekktur sem Sveddi tönn, kom við sögu í málinu 2010 þar sem Pétur Jökull fékk dóm. Sveddi var búsettur erlendis en bendlaður við málið. Evrópulögreglan Europol lýsti eftir honum en án árangurs. Hann var í apríl í fyrra handtekinn í umfangsmiklum aðgerðum brasilísku lögreglunnar og talinn meiriháttar skipuleggjandi á fíkniefnasölu í Brasilíu. Þótt fjórir hafi hlotið fimm til níu ára fangelsisdóma í stóra kókaínmálinu er fjölmörgum spurningum ósvarað. Hvernig kaupin á fíkniefnunum voru fjármögnuð, hvaða aðilar í Brasilíu komu þeim fyrir í trjádrumbum og hverjir eru höfuðpaurar í málinu. Ætla má að götuvirði hundrað kílóa af kókaíni, sem lögregla gerði upptæk, sé í kringum tveir milljarðar íslenskra króna.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26 Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29 Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Pétur Jökull ákærður í stóra kókaínmálinu Héraðssaksóknari gaf í dag út ákæru á hendur Pétri Jökli Jónassyni fyrir aðild að innflutningi á nærri hundrað kílóum af kókaíni til landsins fyrir tveimur árum síðan. Fjórir hafa þegar verið dæmdir í þessu svokallaða stóra kókaínmáli sem er stærsta kókaínmál Íslandssögunnar. 21. maí 2024 20:26
Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. 29. febrúar 2024 12:29
Sáu ekki andlit huldumanns sem þeir telja vera Pétur Jökul Pétur Jökull Jónasson neitar sök í stóra kókaínmálinu svokallaða. Hann vill ekki tjá sig um gögn lögreglu í málinu sem varða til dæmis staðsetningar á farsímum, ferðalög milli landa, tengsl hans við aðra sakborninga. 13. maí 2024 22:02