Kylfingur í bann eftir fall á lyfjaprófi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 10:30 Graeme McDowell má ekki taka þátt í næsta móti en fær einnig stóra sekt. Getty/ Jason Butler LIV mótaröðin hefur sett kylfinginn Graeme McDowell í bann eftir að hann féll á lyfjaprófi. Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024 Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Bann McDowell nær þó bara yfir eitt mót en hann fær líka 125 þúsund dollara sekt sem jafngildir 17,3 milljónum íslenskra króna. McDowell notaði sterkt nefmeðal sem innihélt lyf á bannlistanum. Lyfjaprófið var tekið eftir mót í Tennessee í júní síðastliðnum. „Fyrir LIV-mótið í Nashville þá var ég svo stíflaður að ég gat ekki sofið,“ útskýrði Graeme McDowell á samfélagsmiðlum. ESPN segir frá. „Ég var að reyna að ná einhverri stjórn á þessu og fékk mér Vicks nasal decongestant án þess að átta mig á því að það gæti innihaldið efni sem væru á bannlistanum,“ skrifaði McDowell. „Ég sem atvinnukylfingur átta mig á mikilvægi þess að skoða vel innihaldið á öllum lyfjum sem ég tek inn sem og möguleikanum á því að sækja um undanþágu. Því miður þá hafði ég ekki tíma til þess að sækja um slíkt enda keypti ég þetta lyf bara út í búð,“ skrifaði McDowell. „Ég sé mikið eftir þessu hugsanaleysi mínu og sætti mig fullkomlega við refsingu mína,“ skrifaði McDowell. McDowell vann Opna bandaríska mótið árið 2010 og hann er fyrsti kylfingurinn sem er refsað vegna brot á lyfjareglum LIV mótaraðarinnar. McDowell missir af mótinu í næstu viku sem er The Greenbrier mótið í Vestur Virginíu. Á umræddu móti í Nashville þá endaði hann í 42. sæti af 54 kylfingum, á einu höggi undir pari. Hann varð átján höggum á eftir sigurvegaranum Tyrrell Hatton. pic.twitter.com/y2jwwlndhA— Graeme McDowell (@Graeme_McDowell) August 11, 2024
Golf Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira