Bar við minnisleysi og sagði ekki um sama Pétur að ræða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. ágúst 2024 11:03 Daði Björnsson, við hlið Páls Jónssonar á lokadegi aðalmeðferðar í stóra kókaínmálinu svonefnda. Vísir Daði Björnsson, sem hlaut fimm ára fangelsi fyrir aðild sína að stóra kókaínmálinu árið 2022, neitaði því að Pétur Jökull Jónasson væri sá Pétur sem hann hefði hitt, rætt við í síma og gefið útlitslýsingu sem passaði við umræddan Pétur Jökul. Hann sagðist aðspurður ekki óttast neinn í tengslum við málið. Daði afplánar nú á Vernd og mætti til að gefa skýrslu í málinu í dag. Hann er einn fjögurra sem voru dæmdir fyrir innflutning á kókaíni og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Daði lýsti við meðferð málsins á sínum tíma að hann hefði verið í samskiptum við mann að nafni Pétur. Sá hefði verið eini maðurinn sem hann hefði verið í samskiptum við. Hann lýsti Pétri sem stórgerðum, þreknum, ljóshærðum manni. Lýsing sem passar nokkuð vel við þann Pétur Jökul sem er ákærður í málinu. Fyrir dómi í dag staðfesti Daði fyrri vitnisburð sinn í málinu. Það var á honum að finna að hann vildi ekki tala mikið um málið í enn eitt skiptið. Hann hefði engu við málið að bæta. Hann lýsti því að hann myndi lítið eftir þessum tíma en hann hefði verið í daglegri neyslu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði Daða beint út hvort maðurinn sem sæti í dómsal, Pétur Jökull Jónasson, væri sá karlmaður sem hann hefði hitt og verið í samskiptum við. Daði sagði nei. Sagðist engan óttast Dagmar Ösp saksóknari spurði Daða þá hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Daði svaraði neitandi. Dómari spurði þá Daða nánar út í fyrri vitnisburð sinn og hvers vegna hann myndi núna svo lítið eftir atvikum. Daði sagðist hafa verið í daglegri neyslu og hann myndi því lítið. Daði dómari benti á að menn væru ekki undir áhrifum í skýrslutöku. Sakborningurinn svaraði að bragði að áhrifin sætu engu að síður í mönnum og hefðu áhrif á hugsanir. Hann hefði reynt að skýra rétt frá málum á sínum tíma, leggja rannsókninni lið og hann stæði við þann framburð. Varðandi samskipti við Pétur sem hann hefði meðal annars hitt við skoðun á húsnæði við Gjáhellu á sínum tíma, og hann lýsti sem stórgerðum þreknum og ljóshærðum, sagðist Daði ekki viss um hver sá maður væri. Spurður hvort hann myndi kannski ekki lengur hvernig sá maður leit nákvæmlega út svaraði Daði: „Ég myndi muna það ef ég sæi hann.“ Einn þeirra dæmdu sagðist ekki kannast við Pétur Jökul Þá gaf Páll Jónsson timbursali, sem hlaut fangelsisdóm í tengslum við kókaíninnflutninginn, skýrslu frá Kvíabryggju í gegnum fjarfundarbúnað. Páll sagðist aðeins hafa verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og Jóhannes Durr, sem voru sakfelldir fyrir sinn hlut, í tengslum við málið. Hann kannaðist ekkert við Pétur Jökul. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Daði afplánar nú á Vernd og mætti til að gefa skýrslu í málinu í dag. Hann er einn fjögurra sem voru dæmdir fyrir innflutning á kókaíni og voru dómarnir á bilinu fimm til níu ára fangelsi. Ljóst er að fleiri komu að skipulagningu innflutningsins og telur lögregla að Pétur Jökull geti verið huldumaður sem hinir sakborningarnir nefndu Harry eða Nonna í vitnisburði sínum. Daði lýsti við meðferð málsins á sínum tíma að hann hefði verið í samskiptum við mann að nafni Pétur. Sá hefði verið eini maðurinn sem hann hefði verið í samskiptum við. Hann lýsti Pétri sem stórgerðum, þreknum, ljóshærðum manni. Lýsing sem passar nokkuð vel við þann Pétur Jökul sem er ákærður í málinu. Fyrir dómi í dag staðfesti Daði fyrri vitnisburð sinn í málinu. Það var á honum að finna að hann vildi ekki tala mikið um málið í enn eitt skiptið. Hann hefði engu við málið að bæta. Hann lýsti því að hann myndi lítið eftir þessum tíma en hann hefði verið í daglegri neyslu. Snorri Sturluson, verjandi Péturs Jökuls, spurði Daða beint út hvort maðurinn sem sæti í dómsal, Pétur Jökull Jónasson, væri sá karlmaður sem hann hefði hitt og verið í samskiptum við. Daði sagði nei. Sagðist engan óttast Dagmar Ösp saksóknari spurði Daða þá hvort hann óttaðist einhvern í tengslum við málið. Daði svaraði neitandi. Dómari spurði þá Daða nánar út í fyrri vitnisburð sinn og hvers vegna hann myndi núna svo lítið eftir atvikum. Daði sagðist hafa verið í daglegri neyslu og hann myndi því lítið. Daði dómari benti á að menn væru ekki undir áhrifum í skýrslutöku. Sakborningurinn svaraði að bragði að áhrifin sætu engu að síður í mönnum og hefðu áhrif á hugsanir. Hann hefði reynt að skýra rétt frá málum á sínum tíma, leggja rannsókninni lið og hann stæði við þann framburð. Varðandi samskipti við Pétur sem hann hefði meðal annars hitt við skoðun á húsnæði við Gjáhellu á sínum tíma, og hann lýsti sem stórgerðum þreknum og ljóshærðum, sagðist Daði ekki viss um hver sá maður væri. Spurður hvort hann myndi kannski ekki lengur hvernig sá maður leit nákvæmlega út svaraði Daði: „Ég myndi muna það ef ég sæi hann.“ Einn þeirra dæmdu sagðist ekki kannast við Pétur Jökul Þá gaf Páll Jónsson timbursali, sem hlaut fangelsisdóm í tengslum við kókaíninnflutninginn, skýrslu frá Kvíabryggju í gegnum fjarfundarbúnað. Páll sagðist aðeins hafa verið í samskiptum við Birgi Halldórsson og Jóhannes Durr, sem voru sakfelldir fyrir sinn hlut, í tengslum við málið. Hann kannaðist ekkert við Pétur Jökul.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Dómsmál Tengdar fréttir Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Reyna að sýna fram á tengsl Péturs Jökuls við 99 kíló af kókaíni Pétur Jökull Jónasson sem sætir ákæru fyrir aðild að stóra kókaínmálinu svokallaða kemur fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í dag þar sem aðalmeðferð í máli hans fer fram. Fjórir hafa þegar hlotið dóma í málinu. 12. ágúst 2024 09:21