Heildarakstur í þjóðvegakerfi nærri tvöfaldast á tuttugu árum Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 08:36 Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra. Vísir/Vilhelm Heildarakstur í þjóðvegakerfinu á Íslandi nærri tvöfaldaðist á tímabilinu 2002 til 2023. Heildarakstur í þjóðvegakerfinu utan héraðsvega árið 2023 er áætlaður um 3.181 milljón ekinna kílómetra en var árið 2002 áætlaður um 1.781 milljón ekinna kílómetra. Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis. Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
Þar segir að miðað við þessar tölur hafi akstur í þjóðvegakerfinu því aukist um 65 prósent frá árinu 2002. Tölurnar séu þó ekki að fullu sambærilegar vegna mikilla breytinga á vegaskrá. Árið 2008 hafi margir vegir fallið úr og aðrir færst á milli vegflokka. Því hafi verið sett fram vísitala heildaraksturs á landinu þar sem reynt hefur verið að leiðrétta fyrir helstu breytingum á vegaskrá. Samkvæmt þeirri vísitölu hefur orðið um 95 prósent aukning á akstri milli áranna 2002 og 2023, eða nærri tvöföldun. Þetta kemur fram í svari innviðaráðherra við fyrirspurn frá Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni sjálfstæðisflokksins um umferðartafir og hagvöxt. Í samanburði við það kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands jókst verg landsframleiðsla um 85 prósent milli 2002 og 2023 eða að jafnaði um 2,98 prósent á ári. „Því má sjá að þróun þessara hlutfalla er ekki ósvipuð,“ segir í svari ráðherra. Í svari ráðherra er einnig fjallað um almenningssamgöngur, hlutfall þeirra af akstri á vegum og svo umferðartafir og er í svari ráðherra vísað í samgöngusáttmála og útreikningum sem unnir voru í batagreiningu vegna uppfærslna á forsendum sáttmálans. Þar segir að erfitt sé að meta hlutdeild almenningssamgangna á umferðartafir en að heildarakstur á höfuðborgarsvæðinu muni aukast um allt að 50 prósent samkvæmt forsendum samgöngulíkansins og það muni valda auknum umferðartöfum. Bættir innviðir ásamt breyttum ferðavenjum munu hins vegar halda aftur af auknum umferðartöfum. Svar ráðherra er aðgengilegt hér á vef Alþingis.
Samgöngur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Bílar Umferð Færð á vegum Tengdar fréttir „Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06 „Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33 Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
„Klæðingin er engin skítaredding“ Forstöðumaður samskiptadeildar Vegagerðarinnar segir klæðingu á vegum ekki skítareddingu. Vegakerfið á Íslandi væri ekki að meirihluta á bundnu slitlagi ef ekki væri fyrir hana. Það sem sé hamlandi sé að vegna fjármagns nái Vegagerðin ekki að sinna viðhaldi eftir þörf. Viðhaldsskuld í íslensku vegakerfi kosti líklega tugi eða hundrað milljarða. 8. júlí 2024 11:06
„Við erum að klæða vegi sem eiga að vera malbikaðir“ Björk Úlfarsdóttir, umhverfis, gæða og nýsköpunarstjóri hjá Colas malbikunarfyrirtæki og formaður Félags kvenna í vegagerð segir klæðingu á vegi ekki alslæma en að malbikið sé betra. Klæðingu eigi að nota á umferðarminni vegi. Hún segir Vegagerðina ekki anna eftirspurn og viðhaldsskuldina aðeins aukast þegar hugsað er í skammtímalausnum. 3. júlí 2024 10:33
Umferð hafi vaxið umfram fjárveitingar til viðhalds Bergþóra Kristinsdóttir framkvæmdarstjóri þjónustusviðs segir fjárveitingar til viðhalds vega og malbikunar ekki hafa vaxið í hlutfalli við síaukið álag á vegakerfi landsins. Vegaklæðing sé notuð til að binda slitlag þegar malbikun væri æskilegri vegna umferðarálags. Bikblæðing á fjölförnum vegum getur valdið mikilli hálku. 19. júní 2024 13:43