Setti hraðamet í heiðurssundi fyrir syni Eddu Bjarkar Lovísa Arnardóttir skrifar 14. ágúst 2024 16:00 Sigurgeir á leiðinni og svo þegar hann skreið upp úr, til hægri. Aðsendar Sigurgeir Svanbergsson synti í gær frá Flateyri til Holtsstrandar og sló hraðamet í sundinu sem hann vill kalla Drengjasund. Sigurgeir stundar sjósund til að berskjalda sig fyrir því sem honum þykir óþægilegt. Hann segir hafi geta verið hættulegt og skelfilegt en það jafnist ekkert á við tilfinninguna að skríða upp hinum megin. Sigurgeir segir að sundið hafi gengið afar vel í gær. „Það gekk fáránlega vel í gær. Þetta var nýtt hraðamet fyrir mig.“ Hann synti 6,8 kílómetra á rúmlega tveim klukkustundum. Hann segir að það hafi verið mjög kalt, sjórinn í kringum níu gráður eða minna, og það hafi haft töluverð áhrif á hann. Sundið tileinkaði hann sonum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Fjallað var töluvert um Eddu Björk og syni hennar síðasta vetur. Edda Björk var handtekin og framseld til Noregs eftir að hún flutti drengina til Íslands án leyfis. Faðir drengjanna fer með forsjá þeirra og eru þeir nú hjá honum í Noregi. „Ég sakna þeirra. Það gera það allir vinir Eddu og allir sem þekkja þá,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Hann hafi viljað tileinka drengjunum sundið því Holtsströndin sé uppáhalds staðurinn þeirra á landinu. Staðurinn sé mikilvægur fjölskyldunni og þau hafi varið miklum tíma þar. „Við erum mjög góðir vinir og ég hef hitt drengina margoft. Þetta er einn af þeirra uppáhalds stöðum og ég veit að þeim mun þykja vænt um þetta þegar þeir fá að vita af þessu. Alveg frá því að ég kynntist þeim hafa þau talað um þennan stað, sérstaklega strákarnir og sérstaklega þessa Holtsströnd, þar sem ég endaði sundið. Það er snjóhvítur sandurinn og mér brá þegar ég sá þetta. Það var talað um hvíta strönd og ég hélt það væri eins og Nauthólsvík. En þetta er hvítur fínn sandur. Strákarnir dýrkuðu þennan stað og við vitum ekkert hvort þeir fá að sjá þennan uppáhalds stað sinn aftur fyrr en þeir verða 18 ára. Mig langaði bara að gera eitthvað fallegt fyrir þá.“ Skrítið að sjá ekkert Sigurgeir lagði af stað um tuttugu mínútur í 22 í gærkvöldi og segir að þegar hafi verið farið að líða á seinni hluta sundsins hafi verið orðið nokkuð dimmt og kalt. „Það er skrítin tilfinning að sjá ekkert. Maður sér ekkert til að panikka yfir en maður getur auðvitað líka panikkað yfir því að sjá ekkert.“ Sigurgeir fékk fyrir nokkrum árum mikinn áhuga á sjósundi og hefur synt víða um land. „Það er þessi innri aumingi í manni sem er alltaf að reyna að komast upp á yfirborðið. Sá aumingi er rosalega mikil kuldaskræfa og ég er að reyna að halda honum í skefjum og halda áskorunum gangandi. Að berskjalda mig fyrir því sem mér finnst óþægilegt. Þetta er besta leiðin fyrir mig. Þegar ég byrjaði á þessu var ég „ósynd“ kuldaskræfa en þá fór ég þvert yfir Kollafjörðinn,“ segir Sigurgeir. Hann var ekki alveg ósyndur en hélt, eins og margir, aðeins haldið í bringusundið úr skólasundinu. Síðan þá hefur hann fært sig í skriðsund og er kominn með þjálfara. „Ég er alltaf að bæta í áskoranir og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég er allur að koma til.“ Raular lög og syndir í takt Sigurgeir segir sundið erfitt fyrsta hálftímann líkamlega og eftir það verði það erfitt andlega. „Það er hausinn sem verður að halda manni gangandi,“ segir Sigurgeir og að á leiðinni reyni hann að raula lög og syngja í takt við þau. „Svo fer svo margt í gegn. Maður er einn með sjálfum sér,“ segir hann spurður um hvað hann hugsi á leiðinni. „Sama hversu stutt sundið er þá kemur alltaf sá tími að maður vill hætta. Þannig ég reyni alltaf að byggja veggi í hausnum á mér. Þannig það sé engin útgönguleið. Eina leiðin er að klára. En svo verð ég að treysta teyminu mínu. Það taka ákvarðanir og ef þau segja að ég eigi að hætta þá þýðir það að þetta sé orðið varasamt eða hættulegt og ég verð að hlýða því.“ Þó svo að sundið sé mikil einstaklingsíþrótt er Sigurgeir aldrei einn þegar hann syndir. Með honum í för var trilla og á henni skipstjórinn, Gísli Jón Kristjánsson, og um borð í bátnum eiginkona hans, Sóley Gísladóttir og besti vinu hans, Þröstur Gísli. Þá var einnig um borð í bátnum eiginmaður Eddu Bjarkar, Udo Luckas. Sóley og Þröstur hafa fylgt honum í hvert einasta sund. „Þau eru alltaf í bátnum og eru að gefa mér að borða og láta mig heyra það ef ég fer að væla.“ Ekki hættulaust Í gær prófaði Sigurgeir að sleppa grautnum sem hann hefur vanalega borðað og fékk sér í staðinn drykk sem hann blandaði með dufti sem er afar kolvetnaríkt, eða það sem hann kallar á ensku „gainer“. „Þetta eru auðveldar hitaeiningar. Það þarf að borða svakalega mikið magn af hitaeiningum í svona sundi. Það er svo mikill kuldi og mikið álag. Þessi „gainer“ virkaði mjög vel en svo drekk ég líka Unbroken og það er eiginlega það sem heldur mér gangangi.“ Finnst þér ekkert óþægilegt að vera í sjónum og vita ekkert hvað er fyrir neðan þig? „Jú. Svo lendir maður í marglyttuógeði og heyrir allskonar hljóð sem maður veit ekki hvað er. Þetta er allt mjög óþægilegt en það jafnast ekkert á við tilfinninguna að skríða upp úr hinum megin.“ Sigurgeir segir sundið ekki hættulaust. Hann hafi sem dæmi í fyrra, þegar hann synti Grettissundið, lent í marglyttuþyrpingu. „Ég festist í þyrpingunni. Ég kom röndóttur út úr því og var allur brunninn. En ég synti í gegnum þær og kláraði sundi. En ég hef líklega aldrei panikkað jafn mikið og þegar ég var fastur í því. Þær voru í þúsundum og alveg sama hvert ég horfði. Þær voru alls staðar.“ Sigurgeir segir að þó svo að þetta atvik hafi dregið úr honum hafi aldrei komið til greina að hætta. „Það var þrjóskast í gegnum þetta.“ Syndir frá Akranesi til Reykjavíkur Sigurgeir ætlaði í sumar að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur til styrktar börnum á Gasa en komst ekki alla leið vegna lélegrar færðar. Hann vonast til þess að geta reynt aftur síðar í ágúst. „Ég fékk allan Hvalfjörðinn í bringuna,“ segir hann um sundið sem hann reyndi að klára í lok síðasta mánaðar. Hann segir aðeins hægt að synda þetta þegar það er smástreymt og að það gerist tvisvar í mánuði. Hann vonist því til þess að geta náð þessu í ágúst. Það verði erfiðara veður þegar líða fer á haustið. „Veðrið þarf að spila með Það eru nokkrir faktorar sem þurfa að passa í einn dag og ég vona að sá dagur komi ágúst.“ Hann gefur sér tólf tíma í það sund en segir að ef hann miði við þann hraða sem hann var á í gær þá gæti hann mögulega náð því á átta tímum. „Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“ Sjósund Ísafjarðarbær Akranes Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira
Sigurgeir segir að sundið hafi gengið afar vel í gær. „Það gekk fáránlega vel í gær. Þetta var nýtt hraðamet fyrir mig.“ Hann synti 6,8 kílómetra á rúmlega tveim klukkustundum. Hann segir að það hafi verið mjög kalt, sjórinn í kringum níu gráður eða minna, og það hafi haft töluverð áhrif á hann. Sundið tileinkaði hann sonum Eddu Bjarkar Arnardóttur. Fjallað var töluvert um Eddu Björk og syni hennar síðasta vetur. Edda Björk var handtekin og framseld til Noregs eftir að hún flutti drengina til Íslands án leyfis. Faðir drengjanna fer með forsjá þeirra og eru þeir nú hjá honum í Noregi. „Ég sakna þeirra. Það gera það allir vinir Eddu og allir sem þekkja þá,“ segir Sigurgeir í samtali við fréttastofu. Hann hafi viljað tileinka drengjunum sundið því Holtsströndin sé uppáhalds staðurinn þeirra á landinu. Staðurinn sé mikilvægur fjölskyldunni og þau hafi varið miklum tíma þar. „Við erum mjög góðir vinir og ég hef hitt drengina margoft. Þetta er einn af þeirra uppáhalds stöðum og ég veit að þeim mun þykja vænt um þetta þegar þeir fá að vita af þessu. Alveg frá því að ég kynntist þeim hafa þau talað um þennan stað, sérstaklega strákarnir og sérstaklega þessa Holtsströnd, þar sem ég endaði sundið. Það er snjóhvítur sandurinn og mér brá þegar ég sá þetta. Það var talað um hvíta strönd og ég hélt það væri eins og Nauthólsvík. En þetta er hvítur fínn sandur. Strákarnir dýrkuðu þennan stað og við vitum ekkert hvort þeir fá að sjá þennan uppáhalds stað sinn aftur fyrr en þeir verða 18 ára. Mig langaði bara að gera eitthvað fallegt fyrir þá.“ Skrítið að sjá ekkert Sigurgeir lagði af stað um tuttugu mínútur í 22 í gærkvöldi og segir að þegar hafi verið farið að líða á seinni hluta sundsins hafi verið orðið nokkuð dimmt og kalt. „Það er skrítin tilfinning að sjá ekkert. Maður sér ekkert til að panikka yfir en maður getur auðvitað líka panikkað yfir því að sjá ekkert.“ Sigurgeir fékk fyrir nokkrum árum mikinn áhuga á sjósundi og hefur synt víða um land. „Það er þessi innri aumingi í manni sem er alltaf að reyna að komast upp á yfirborðið. Sá aumingi er rosalega mikil kuldaskræfa og ég er að reyna að halda honum í skefjum og halda áskorunum gangandi. Að berskjalda mig fyrir því sem mér finnst óþægilegt. Þetta er besta leiðin fyrir mig. Þegar ég byrjaði á þessu var ég „ósynd“ kuldaskræfa en þá fór ég þvert yfir Kollafjörðinn,“ segir Sigurgeir. Hann var ekki alveg ósyndur en hélt, eins og margir, aðeins haldið í bringusundið úr skólasundinu. Síðan þá hefur hann fært sig í skriðsund og er kominn með þjálfara. „Ég er alltaf að bæta í áskoranir og gera þetta erfiðara fyrir mig. Ég er allur að koma til.“ Raular lög og syndir í takt Sigurgeir segir sundið erfitt fyrsta hálftímann líkamlega og eftir það verði það erfitt andlega. „Það er hausinn sem verður að halda manni gangandi,“ segir Sigurgeir og að á leiðinni reyni hann að raula lög og syngja í takt við þau. „Svo fer svo margt í gegn. Maður er einn með sjálfum sér,“ segir hann spurður um hvað hann hugsi á leiðinni. „Sama hversu stutt sundið er þá kemur alltaf sá tími að maður vill hætta. Þannig ég reyni alltaf að byggja veggi í hausnum á mér. Þannig það sé engin útgönguleið. Eina leiðin er að klára. En svo verð ég að treysta teyminu mínu. Það taka ákvarðanir og ef þau segja að ég eigi að hætta þá þýðir það að þetta sé orðið varasamt eða hættulegt og ég verð að hlýða því.“ Þó svo að sundið sé mikil einstaklingsíþrótt er Sigurgeir aldrei einn þegar hann syndir. Með honum í för var trilla og á henni skipstjórinn, Gísli Jón Kristjánsson, og um borð í bátnum eiginkona hans, Sóley Gísladóttir og besti vinu hans, Þröstur Gísli. Þá var einnig um borð í bátnum eiginmaður Eddu Bjarkar, Udo Luckas. Sóley og Þröstur hafa fylgt honum í hvert einasta sund. „Þau eru alltaf í bátnum og eru að gefa mér að borða og láta mig heyra það ef ég fer að væla.“ Ekki hættulaust Í gær prófaði Sigurgeir að sleppa grautnum sem hann hefur vanalega borðað og fékk sér í staðinn drykk sem hann blandaði með dufti sem er afar kolvetnaríkt, eða það sem hann kallar á ensku „gainer“. „Þetta eru auðveldar hitaeiningar. Það þarf að borða svakalega mikið magn af hitaeiningum í svona sundi. Það er svo mikill kuldi og mikið álag. Þessi „gainer“ virkaði mjög vel en svo drekk ég líka Unbroken og það er eiginlega það sem heldur mér gangangi.“ Finnst þér ekkert óþægilegt að vera í sjónum og vita ekkert hvað er fyrir neðan þig? „Jú. Svo lendir maður í marglyttuógeði og heyrir allskonar hljóð sem maður veit ekki hvað er. Þetta er allt mjög óþægilegt en það jafnast ekkert á við tilfinninguna að skríða upp úr hinum megin.“ Sigurgeir segir sundið ekki hættulaust. Hann hafi sem dæmi í fyrra, þegar hann synti Grettissundið, lent í marglyttuþyrpingu. „Ég festist í þyrpingunni. Ég kom röndóttur út úr því og var allur brunninn. En ég synti í gegnum þær og kláraði sundi. En ég hef líklega aldrei panikkað jafn mikið og þegar ég var fastur í því. Þær voru í þúsundum og alveg sama hvert ég horfði. Þær voru alls staðar.“ Sigurgeir segir að þó svo að þetta atvik hafi dregið úr honum hafi aldrei komið til greina að hætta. „Það var þrjóskast í gegnum þetta.“ Syndir frá Akranesi til Reykjavíkur Sigurgeir ætlaði í sumar að synda 17 kílómetra frá Akranesi til Reykjavíkur til styrktar börnum á Gasa en komst ekki alla leið vegna lélegrar færðar. Hann vonast til þess að geta reynt aftur síðar í ágúst. „Ég fékk allan Hvalfjörðinn í bringuna,“ segir hann um sundið sem hann reyndi að klára í lok síðasta mánaðar. Hann segir aðeins hægt að synda þetta þegar það er smástreymt og að það gerist tvisvar í mánuði. Hann vonist því til þess að geta náð þessu í ágúst. Það verði erfiðara veður þegar líða fer á haustið. „Veðrið þarf að spila með Það eru nokkrir faktorar sem þurfa að passa í einn dag og ég vona að sá dagur komi ágúst.“ Hann gefur sér tólf tíma í það sund en segir að ef hann miði við þann hraða sem hann var á í gær þá gæti hann mögulega náð því á átta tímum. „Það verður bara að koma í ljós hvernig það fer.“
Sjósund Ísafjarðarbær Akranes Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Sjá meira