Fjalla um níu milljarða króna Íslendinginn Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 22:31 Fram kemur í grein Daily Mail að Orri Steinn Óskarsson hafi verið hærra skrifaður en Rasmus Höjlund hjá danska félaginu FC Kaupmannahöfn, þegar báðir voru þar. Getty/Ulrik Pedersen Farið er fögrum orðum um íslenska landsliðsframherjann Orra Stein Óskarsson í grein Daily Mail í kvöld þar sem rýnt er í nokkrar af stærstu vonarstjörnum fótboltans í dag. Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Orri er í hópi tólf leikmanna sem að Tom Collomosse hjá Daily Mail fjallar sérstaklega um og segir að séu nú þegar í sigti ensku úrvalsdeildarfélaganna. Hann bendir á að FC Kaupmannahöfn hafi þegar hafnað tilboðum í Orra, upp á um 15 milljónir punda eða 2,7 milljarða króna, og vilji fá meira. Félagið hafi raunar metið Orra meira virði en Rasmus Höjlund, sem síðan var seldur frá félaginu og er núna leikmaður Manchester United. The ice-cold Icelandic guaranteed to be a £50m star, the generational Norwegian talent dreaming of Man United, and the Colombian Neymar already in Chelsea's sights... meet the next wave of Europe's top prospects https://t.co/YsfvzQQanK— Mail Sport (@MailSport) August 14, 2024 „Eftir tvö ár verður hann [Orri] 50 milljóna punda framherji,“ hefur Collomosse eftir sérfræðingi í evrópskum leikmannamálum, en sú upphæð jafngildir tæplega 8,9 milljörðum króna. Fjallað um fjölskylduna og Hákon Í greininni er einnig bent á að Orri sé úr mikilli íþróttafjölskyldu og hafi verið efnilegur handboltamaður en valið fótboltann. Þar hafi hann 13 ára verið kominn inn í meistaraflokk Gróttu, en Orri lék þar sumarið 2019 (þá 14 að verða 15) undir stjórn pabba síns, Óskars Hrafns Þorvaldssonar. Í greininni kemur fram að Óskar hafi einmitt einnig verið fótboltamaður, og það sé yngri systir Orra (Emelía, leikmaður Köge í Danmörku) einnig. Móðirin (Laufey Kristjánsdóttir) hafi hins vegar verið í handbolta. Collomosse bendir einnig á vinskap þeirra Hákons Arnars Haraldssonar og Orra, en þeir léku saman hjá FCK, og segir að Hákon hafi átt prýðisgott fyrsta tímabil með Lille í Frakklandi síðasta vetur. Segir hann að það kæmi ekkert á óvart þó að báðir yrðu orðnir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni innan tveggja ára. Næsti leikur Orra með FCK gæti orðið á morgun þegar liðið mætir Banik Ostrava í Sambandsdeild Evrópu. Aðrir leikmenn á listanum hjá Daily Mail eru: Yarek Gasiorowski, 19 ára miðvörður Valencia Mattia Liberali, 17 ára sóknarsinnaður miðjumaður AC Milan Sverre Nypan, 17 ára miðjumaður Rosenborg Oscar Perea, 18 ára kantmaður Strasbourg Jeremy Jacquet, 19 ára miðvörður Rennes Adam Daghim, 18 ára sóknarmaður RB Salzburg Franco Mastantuono, 16 ára miðjumaður River Plate Alessandro Longoni, 16 ára markvörður AC Milan Bilal El Khannouss, 20 ára miðjumaður Genk Mario Stroeykens, 19 ára miðjumaður Anderlecht Bazoumana Toure, 18 ára kantmaður Hammarby
Danski boltinn Enski boltinn Fótbolti Tengdar fréttir Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00 Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Liverpool og Newcastle berjast um Mbeumo Þjálfari Messi hættir Tók fram úr Haaland og varð markahæstur Bjarni áfram hjá KA Genoa ljáð Vieira Gekk út eftir afar vandræðalegan tuttugu sekúndna blaðamannafund Sjá meira
Betur fór en á horfðist með meiðsli Orra Steins Landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson er ekki alvarlega meiddur. Þetta staðfesti Jacob Neestrup, þjálfari FCK, í viðtali eftir leik. 11. ágúst 2024 22:00