Forstöðumaðurinn fannst í Salnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2024 13:57 Axel Ingi Árnason mun stýra gangi mála í Salnum næstu fimm árin. Kópavogur Axel Ingi Árnason hefur verið ráðinn forstöðumaður Salarins í Kópavogi. Hann hefur starfað hjá Salnum frá árinu 2022. Tæpt ár er síðan forstöðumaður Salarins til tólf ára lét af störfum og gagnrýndi áhugaleysi meirihlutans í bæjarfélaginu á starfseminni. Aino Freyja Jarvela var ráðin forstöðumaður Salarins árið 2011 en lét af störfum í fyrrahaust. Við það tilefni sagði hún í viðtali í Morgunblaðinu að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi starfsemi Salarins lítinn skilning og áhuga. Henni leist ekkert á vangaveltur meirihlutans að starfsemin yrði boðin út og rekin af einkaaðilum. Hugmynd sem ekki hefur komið til framkvæmda. „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu,“ sagði Aino Freyja. Bjarni Haukur Þórsson leikari var tilkynntur sem nýr forstöðumaður Salarins í lok desember. Hann staldraði stutt við í starfi því hann sagði því lausu innan þriggja mánaða reynslutíma sem kveðið var á um í samningi. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, fór þess á leit að Axel Ingi, sem þá starfaði sem verkefnastjóri Salarins, gengdi stöðu forstöðumanns fram að hausti en þá stóðu vonir til þess að búið yrði að ráða í starfið. Starfið var auglýst að nýju og sóttu þrjátíu um. Axel Ingi þótti hæfastur og ráðinn forstöðumaður til fimm ára. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Axel Ingi sé með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. „Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur sem sló í gegn og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Axel Ingi ásamt Pétri Karli Heiðarsyni samdi einnig tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á And Björk of Course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þá hefur hann samið tónlist fyrir fjölmörg önnur leikrit og kvikmyndir.“ Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. „Axel Ingi hefur metnaðarfulla sýn á framtíð Salarins sem er einstakt tónlistarhús auk þess að vera vettvangur viðburða af ýmsum toga. Þá er afar ánægjulegt að fá hann í hóp öflugra menningarstjórnenda í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. „Axel Ingi hefur mikla þekkingu og innsýn í ólíkar tónlistarstefnur sem mun nýtast afar vel. Þá hefur hann mikinn metnað fyrir menningarstarfi í Kópavogi og mun leggja þar dýrmætt lóð á vogarskálarnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Salurinn var vígður fyrir 25 árum og er fyrsta tónlistarhús á Íslandi sem hannað er með flutning tónlistar í huga. Kópavogur Vistaskipti Tónlist Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Aino Freyja Jarvela var ráðin forstöðumaður Salarins árið 2011 en lét af störfum í fyrrahaust. Við það tilefni sagði hún í viðtali í Morgunblaðinu að meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sýndi starfsemi Salarins lítinn skilning og áhuga. Henni leist ekkert á vangaveltur meirihlutans að starfsemin yrði boðin út og rekin af einkaaðilum. Hugmynd sem ekki hefur komið til framkvæmda. „Ég held að stjórnmálamönnum vegni almennt betur ef þeir skilja gildi menningar í samfélaginu,“ sagði Aino Freyja. Bjarni Haukur Þórsson leikari var tilkynntur sem nýr forstöðumaður Salarins í lok desember. Hann staldraði stutt við í starfi því hann sagði því lausu innan þriggja mánaða reynslutíma sem kveðið var á um í samningi. Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, fór þess á leit að Axel Ingi, sem þá starfaði sem verkefnastjóri Salarins, gengdi stöðu forstöðumanns fram að hausti en þá stóðu vonir til þess að búið yrði að ráða í starfið. Starfið var auglýst að nýju og sóttu þrjátíu um. Axel Ingi þótti hæfastur og ráðinn forstöðumaður til fimm ára. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að Axel Ingi sé með BA og M.Mus í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og meistarapróf í menningarstjórnum frá Háskólanum á Bifröst. „Hann hefur starfað sem tónskáld, lagahöfundur, kórstjóri og píanóleikari. Má þar nefna að hann samdi og flutti tónlistina í leikritinu Góðan daginn Faggi eftir Bjarna Snæbjörnsson og Grétu Kristínu Ómarsdóttur sem sló í gegn og hlaut fyrir verkið tilnefningar til Grímunnar og Íslensku tónlistarverðlaunanna. Axel Ingi ásamt Pétri Karli Heiðarsyni samdi einnig tónlistina í uppfærslu Leikfélags Akureyrar á And Björk of Course eftir Þorvald Þorsteinsson. Þá hefur hann samið tónlist fyrir fjölmörg önnur leikrit og kvikmyndir.“ Axel Ingi hefur einnig unnið við texta- og handritaskrif fyrir leiksýningar og sjónvarpsþætti, sett á fót eigin leiksýningar og tónlistarviðburði, verkefnastýrt viðburðum og unnið sem kórstjóri og píanókennari. „Axel Ingi hefur metnaðarfulla sýn á framtíð Salarins sem er einstakt tónlistarhús auk þess að vera vettvangur viðburða af ýmsum toga. Þá er afar ánægjulegt að fá hann í hóp öflugra menningarstjórnenda í Kópavogi,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri Kópavogs í tilkynningu. „Axel Ingi hefur mikla þekkingu og innsýn í ólíkar tónlistarstefnur sem mun nýtast afar vel. Þá hefur hann mikinn metnað fyrir menningarstarfi í Kópavogi og mun leggja þar dýrmætt lóð á vogarskálarnar,“ segir Soffía Karlsdóttir, forstöðumaður menningarmála í Kópavogi. Salurinn var vígður fyrir 25 árum og er fyrsta tónlistarhús á Íslandi sem hannað er með flutning tónlistar í huga.
Kópavogur Vistaskipti Tónlist Mest lesið „Ég er auðvitað ekkert eðlilega stolt“ Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fagaðilar gefa óumbeðin ráð um útlitsbreytingar: „Frú, þú hefur þyngst“ Lífið Segist vera orðinn of gamall Lífið Enginn dæmir neinn á vikulegum geislasverðaæfingum Lífið Saltaðar píkur og hátíðarúrgangur Lífið Níutíu prósent Íslendinga geti sest í helgan stein fyrir þrítugt Lífið Tvær stúlkur bera nú nafnið eftir mismæli Svíakonungs Lífið Sveppi og Pétur skíthræddir við hýenur sem heimamaðurinn kallar djöfullinn Lífið Hraðfréttaprins fæddur og nefndur Lífið Fleiri fréttir Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira