Fordæmalausar skemmdir unnar á Sprengisandi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 16:02 Þjóðgarðsvörður segist vera miður sín. Aðsend Þjóðgarðsvörður segir skemmdir sem unnar voru á Sprengisandi með utanvegarakstri fyrr í vikunni þær umfangsmestu sem sést hafa á svæðinu. Hringir voru eknir langt út fyrir veginn sem tekur áratug í það minnsta að gera við og afmást aldrei algjörlega. Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún. Þjóðgarðar Utanvegaakstur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Vegfarendur tilkynntu um skemmdir vegna utanvegaraksturs á Sprengisandi á þriðjudag. Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður í Vatnajökulsþjóðgarði, segir starfsfólk á svæðinu í áfalli. Klippa: Umfangsmiklar skemmdir unnar á Sprengisandi „Ef þú réttir úr þessum förum þá eru þetta einhverjir kílómetrar. Það eru hringir eins langt og þú sérð og í allar áttir. Þetta er ekkert eins og maður hafi villst örlítið út fyrir,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Engin leið til að afmá förin algjörlega Hún segir enga leið til að láta svona för hverfa algjörlega og að þrátt fyrir að unnið verði ötullega að því að lágmarka skaðann muni það taka minnst áratug fyrir svæðið að jafna sig. Skemmdir af þessu umfangi hafi aldrei sést á Sprengisandi. „Við getum ekkert látið svona hverfa en við reynum að senda þau skilaboð að okkur var ekki alveg sama. Einhverjir reyndu að lágmarka skaðann í von um að einhverjir hugsi sig þá kannski tvisvar,“ segir hún. Málið tilkynnt til lögreglu Málið hefur verið tilkynnt til lögreglu en Fanney segist ekki vera bjartsýn um að sökudólgurinn náist. Hún brýnir þó til fólks að láta vita ef einhver verður var við birtingar á netinu Fanney segir förin breiða úr sér eins langt og augað sér.Aðsend „Þeir sem gera svona hlýtur að finnast þetta flott annars væru þeir ekki að því. Ef þeir fara nú kannski að stæra sig af afrekum sínum á netinu væri hægt að átta sig á því,“ segir hún og bætir við að við athæfi af þessu tagi liggi háar sektir. Félagsmenn ferðaklúbbs boðið aðstoð sína Fanney segist hafa haft samband við umhverfisnefnd Ferðaklúbbsins 4x4 og að félagsmenn hafi boðið aðstoð sína við að draga úr skaðanum á svæðinu. „Þetta er verkefni fyrir fullt af fólki ef eitthvað á að gera og þau eru spennt að koma og hjálpa okkur,“ segir Fanney. „Þetta er hálendið okkar allra og við erum mörg sem erum mjög miður okkar þegar svona er farið með það,“ segir hún.
Þjóðgarðar Utanvegaakstur Vatnajökulsþjóðgarður Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent