Imane Khelif og Lin Yu-ting voru báðar sakaðar um að vera karlmenn í kvennakeppni en Alþjóðahnefaleikasambandið hafði rekið þær úr heimsmeistaramótinu ári fyrr þar sem þær féllu á kynjaprófi sambandsins.
Báðar unnu þær gullverðlaun á Ólympíuleikunum í París en það var enginn vafi um það hjá Alþjóðaólympíusambandinu að þær séu konur. Þær fæddust sem konur, ólust upp sem konur og hafa alltaf keppt sem konur.
Laura Woods fjallar um fótbolta í sjónvarpi. Hún hrósaði Oliver Brown hjá Telegraph fyrir grein sína um málið.
„Síðan ég setti athugasemd undir þessa grein þá hef ég fengið margar morðhótanir og ófætt barnið mitt líka,“ skrifaði Woods á samfélagsmiðilinn X.
Hún skrifaði undir greinina: Góð grein. Greinin fjallar um að það sé enn mörgum spurningum ósvarað þegar kemur að þessu umdeilda máli.
„Þeir settu spurningarmerki við mitt eigið kyn en ég er ófrísk þannig að þeir fengu skýr svör við því. Þeir vildu líka að ég yrði rekin úr starfinu mínu og hótuðu að skemma heimili mitt,“ skrifaði Woods.
Since I replied to this article I’ve had numerous death threats to myself and my unborn child. Questions on my own gender (I’m pregnant so guess that clears that one up 😂) calls for my employers to sack me, threats to my home. I’ve been called a racist, a bigot and a sexist as… https://t.co/Rsh9MLPd30
— Laura Woods (@laura_woodsy) August 15, 2024