Kuldakastinu muni fylgja töluverð úrkoma Lovísa Arnardóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 17. ágúst 2024 19:56 Haraldur segir ólíklegt að hiti muni ná tuttugu stigum það sem eftir er sumars. Stöð 2 Sjaldséð snjókoma er í kortunum í fjöllum Norðanlands á morgun. Veðurfræðingar telja nokkuð ljóst að úr þessari spá rætist. Haraldur Ólafsson veðurfræðingur segir allt eðlilegt í íslensku veðurfari en viðurkennir þó að það sé frekar óvanalegt að fá svona kuldakast í ágúst. Rætt var við Harald í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Maður getur þurft að bíða í nokkur ár eftir svona kuldakasti, á þessum árstíma, en þau koma alltaf öðru hvoru,“ segir Haraldur. Hann segir kuldakastinu fylgja töluverð úrkoma og að það megi búast við snjókomu eða slyddu til fjalla. Þá verði slydda á láglendi innan skekkjumarka og að hitastig á láglendi verði um fjögur eða fimm stig. „Þetta verður ekki beinlínis hlýtt,“ segir hann en að þetta eigi mest við um norðanvert landið. Hiti ekki meiri en tólf eða þrettán stig Sé litið einnig til höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta verði svalt, og sérstaklega á nóttin og kvöldin. „En svona yfir hádaginn og síðdegis þá verður sjálfsagt tíu tólf stiga hiti í sólskininu,“ segir Haraldur og að það sé ólíklegt að úr þessu verði hitinn meiri. „Ef þú ert að biðja um tuttugu stiga hita þá get ég ekki afgreitt það. En sumir myndu segja að horfurnar sunnanlands væru harla góðar næstu vikuna,“ segir Haraldur að lokum. Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. 17. ágúst 2024 15:53 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Sjá meira
„Maður getur þurft að bíða í nokkur ár eftir svona kuldakasti, á þessum árstíma, en þau koma alltaf öðru hvoru,“ segir Haraldur. Hann segir kuldakastinu fylgja töluverð úrkoma og að það megi búast við snjókomu eða slyddu til fjalla. Þá verði slydda á láglendi innan skekkjumarka og að hitastig á láglendi verði um fjögur eða fimm stig. „Þetta verður ekki beinlínis hlýtt,“ segir hann en að þetta eigi mest við um norðanvert landið. Hiti ekki meiri en tólf eða þrettán stig Sé litið einnig til höfuðborgarsvæðisins og annarra landshluta verði svalt, og sérstaklega á nóttin og kvöldin. „En svona yfir hádaginn og síðdegis þá verður sjálfsagt tíu tólf stiga hiti í sólskininu,“ segir Haraldur og að það sé ólíklegt að úr þessu verði hitinn meiri. „Ef þú ert að biðja um tuttugu stiga hita þá get ég ekki afgreitt það. En sumir myndu segja að horfurnar sunnanlands væru harla góðar næstu vikuna,“ segir Haraldur að lokum.
Veður Færð á vegum Tengdar fréttir „Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. 17. ágúst 2024 15:53 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Smávægileg útköll vegna óveðursins Urðu fyrir sjóskvettu í beinni Spá mikilli ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Sjór geti gengið á land í Faxaflóa á morgun Gular viðvaranir vegna vestanstorms Dregur úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn Hægur vindur og skúrir eða slydduél Lægð á Grænlandshafi stjórni veðrinu þennan daginn Sleppum ekki alveg við leiðindi Gular viðvaranir og allt að 45 metrar á sekúndu í hviðum Hægviðri og víða bjart Skúrir og áfram milt í veðri Suðlægar áttir og úrkoma í flestum landshlutum Sunnan strekkingur og vætusamt Allhvass vindur sunnan- og vestanlands og rigning Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Von á mesta vindinum í marga mánuði Búast við auknu álagi á fráveitu vegna mikillar úrkomu Röð lægða með hefðbundnu haustveðri Lægðagangur næstu daga býður upp á sígilt haustveður Strekkingsvindur og fremur vætusamt næstu daga Vaxandi vindur þegar líður á daginn Grunn lægð yfir landinu í dag en suðlægir vindar á morgun Víða kaldi og allhvasst en lægir smám saman í dag Gular viðvaranir og svalri norðanátt beint til landsins Slydduél norðantil en þurrt og bjart sunnan heiða Kólnar í kvöld og allvíða næturfrost Kólnar þegar líður á vikuna Milt veður og víða væta Rigning með köflum víðast hvar Sjá meira
„Ekki sést á þessari öld“ Veðurspákort fyrir morgundaginn eru landanum ekki náðug eins og svo oft áður þetta rigningarsumar. Hins vegar er það ekki rigning sem búist er við á morgun. Spáð er slyddu og snjókomu á morgun vestantil á Norðurlandi og á Hornströndum. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir svona spá ekki hafa sést á þessum árstíma á þessari öld. 17. ágúst 2024 15:53