Húsleit hjá Andrew Tate vegna brota gegn ólögráða einstaklingum Kjartan Kjartansson skrifar 21. ágúst 2024 09:52 Lögreglumenn við heimili Andrews Tate utan við Búkarest í morgun. Húsleit var gerð þar og á þremur öðrum stöðum. AP/Vadim Ghirda Grímuklæddir lögregluþjónar gerðu húsleit á heimili breska áhrifavaldsins Andrews Tate við Búkarest og á þremur öðrum stöðum í morgun. Húsleitin var gerð eftir að nýjar ásakanir um mansal og peningaþvætti komu fram. Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu. Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Tate sætir þegar ákæru fyrir mansal, nauðgun og að stýra glæpasamtökum til þess að misnota konur kynferðislega ásamt bróður sínum Tristan og tveimur rúmenskum konum. Þeir neita sök. Lögregluyfirvöld segja húsleitirnar í Búkarest og Ilfov-sýslu tengjast rannsókn á mansali á ólögráða einstaklingum, mansal, kynmök með ólögráða einstaklingi, skipulagðri glæpastarfsemi, tilraunir til þess að hafa áhrif á framburð vitna og peningaþvætti, að því er segir í frétt Reuters. Talsmaður Tate sagði um húsleitina í morgun að allar upplýsingar lægju ekki fyrir en að þær vörðuðu grun um mansal og peningaþvætti. Hann nefndi ekki ásakanirnar um brot gegn ólögráða einstaklingum, að sögn AP-fréttastofunnar. Tate-bræðurnir eru báðir fyrrverandi bardagaíþróttamenn sem hösluðu sér völl á samfélagsmiðlum, meðal annars með opinskáu kvenhatri. Þeir hafa milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum. Þeir voru fyrst handteknir í Rúmeníu árið 2022. Ekki hefur verið ákveðið hvenær réttarhöld hefjast yfir þeim. Bresk yfirvöld gáfu út handtökuskipun á hendur bræðrunum fyrir kynferðisbrot þar á árunum 2012 til 2015 í mars. Rúmenskur dómstóll komst að þeirri niðurstöðu að framselja mætti bræðurna til Bretlands en ekki fyrr en réttarhöldum yfir þeim væri lokið í Rúmeníu.
Rúmenía Kynferðisofbeldi Mál Andrew Tate Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01 Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sjá meira
Andrew Tate laus úr stofufangelsi Samfélagsmiðlastjarnan umdeilda, Andrew Tate, hefur unnið áfrýjun vegna stofufangelsis sem hann og bróðir hans Tristan höfðu verið dæmdir í en þeir hafa verið ákærðir í Rúmeníu fyrir mansal, nauðgun og skipulagða glæpastarfsemi. 4. ágúst 2023 10:01
Andrew Tate og bróðir hans handteknir í Rúmeníu Andrew Tate, hinn umdeildi áhrifavaldur og bardagakappi, var handtekinn í Rúmeníu í kvöld. Bróðir hans, Tristan Tate, var einnig handtekinn en þeir eru grunaðir um mansal og nauðgun. Lögreglan í Rúmeníu segir tvo aðra Rúmena hafa verið handtekna. 30. desember 2022 00:29