Ólympíufara fagnað á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:06 Hákon Þór Svavarsson, keppandi á Ólympíuleikunum í París og Bragi Bjarnason, bæjarstjóri í Árborg við athöfnina í gær. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ólympíufari Selfyssinga, Hákon Þór Svavarsson, sem keppti í skotfimi á Ólympíuleikunum í París fékk góðar móttökur hjá heimamönnum þegar hann kom heim af leikunum. Hann stefnir ótrauður á að keppa líka á næstu Ólympíuleikum eftir fjögur ár, sem verða í Los Angeles í Bandaríkjunum. Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við. Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar stóð yfir móttöku síðdegis í gær á Brúartorgi í nýja miðbænum á Selfossi fyrir Hákon Þór og fjölskyldu hans. Fjölmargir mættu til að fagna Hákoni og fjölskyldu. Hákon Þór var duglegur að æfa sig á svæði Skotíþróttafélags Suðurlands í Ölfusi áður en hann hélt til Parísar en þar stóð hann sig ótrúlega vel, varð í 23 sæti og náði þar með mjög góðum árangri en tekið skal skýrt fram að það voru allt atvinnumenn, sem hann keppti við, hann var eini ekki atvinnumaðurinn í haglabyssu skotfiminni. „Þetta var bara mjög skemmtileg upplifun. Það kom mér svolítið á óvart að ég hélt að ég yrði ægilega stressaður, sem ég var náttúrulega að sumu leyti en ég hélt að það yrði miklu verra,” segir Hákon Þór hlæjandi. En var þetta mikil upplifun fyrir þig? „ Já, mjög mikil og bara gaman að sjá allt þetta öfluga íþróttafólk og finna stuðninginn hérna heiman frá og frá fólkinu, sem kom að horfa, þetta var mjög skemmtilegt.” En stefnir Hákon Þór með byssuna á næstu Ólympíuleika eftir fjögur ár eða hvað? „Það er alveg líklegt, maður reynir allavega.” Og bæjarstjóri Árborgar er mjög stoltur af árangri Hákonar Þórs eins og aðrir íbúar sveitarfélagsins. „Þetta er ótrúlegt afrek, sem Hákon vann þarna. Bæði að vinna sig inn á leikana og svo að standa sig svona vel að ná besta árangri Íslendings í haglabyssuskotfimi, þannig að við getum ekki verið annað en stolt af honum,” segir Bragi Bjarnason, bæjarstjóri. Vinir og vandamenn Hákonar Svavars og aðrir bæjarbúar á Selfossi mættu til að taka á móti ólympíufaranum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og er ekki gaman fyrir sveitarfélagið að eiga ólympíufara? „Það er náttúrulega alveg frábært og hvetur vonandi bara fleiri til dáða. Þú getur þetta, alveg sama í hvaða grein þú ert, þannig að ég vona, bæði yngri kynslóðir og aðrar íþróttagreinar og íþróttafólk sjái þetta, sem metnað í að reyna að komast á þetta stóra svið,” bætir bæjarstjórinn við.
Árborg Ólympíuleikar Skotvopn Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira