Krefjast þess að ráðherra dragi fyrirmæli sín til lögreglu til baka Lovísa Arnardóttir skrifar 21. ágúst 2024 18:00 Elías Blöndal Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sante, og Arnar Sigurðsson, eigandi Sante. Vísir/Vilhelm Eigendur netverslunarinnar Sante.is hafa sent fjármálaráðherra bréf þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við „óeðlileg afskipti ráðherra af lögreglurannsókn.“ Í bréfinu er þess krafist að fyrirmæli ráðherrans til lögreglunnar verði dregin til baka og að ráðuneytið fjarlægi bréfið sem hann sendi lögreglunni af opinberum vefsvæðum. Forsaga málsins er sú að -fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi í upphafi júnímánaðar í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sendi erindi til ráðuneytisins þar sem þróun í áfengissölu var sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Málið var svo einnig rætt á þingi. Í kjölfarið kvartaði Sante til umboðsmanns Alþingis sem nú hefur svarað kvörtuninni og beint því til Sante að ráðuneytið fái tækifæri til að leiðrétta og bæta úr ágöllum sem hafa komið upp í fyrri afskiptum áður en málinu er vísað til hans. Í bréfi Sante til ráðuneytisins er bent á að ráðuneytið fari ekki með málefni lögreglunnar, þá segir að ráðherrann sitji á þingi og að afskipti hans af ákæruvaldinu sé brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er einnig bent á að ráðherrann fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. „Tilraunir hans til að hafa áhrif á lögreglurannsókn eru því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geta litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt til að hafa áhrif á lögregluna. Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar,“ segi í bréfinu. Segja ýmsar rangfærslur í bréfi ráðherra Þá er einnig í bréfinu fjallað um sjálfstæði ákæruvaldsins og að lokum bent á ýmsar rangfærslur í bréfinu. „Í bréfi yðar til lögreglunnar er starfsemi okkar ranglega lýst, þar sem fullyrt er að hver einasta pöntun frá neytanda feli í sér sérstakan innflutning á áfengi erlendis frá. Þetta er rangfærsla og staðfestir að þér hafið ekki kynnt yður hvernig netverslunin fer fram. Með réttri stjórnsýslu samkvæmt siðareglum stjórnarráðsins hefðuð þér getað fengið upplýsingar um þetta. Það er beinlínis rangt að netverslun okkar sé starfrækt undir því fororði að í þeim viðskiptum felist innflutningur af hálfu neytenda. Rangfærslurnar í bréfinu bera vitnisburð um að þér hafið ekki sinnt rannsóknarskyldu yðar,“ segir í bréfinu og að ef þeim skyldum hefði verið sinnt hefði verið hægt að koma í veg fyrir að rangar upplýsingar bærust lögreglunni. Í bréfinu er þess einnig krafist að ráðuneytið veiti tryggingu fyrir því að ekki verði höfð frekari afskipti af rannsókninni og meðferð sakamálsins að öðru leyti. Þá segir að fyrirtækið áskilji sér rétt til að vísa málinu aftur til umboðsmanns verði ekki brugðist við kröfum þeirra. Þá er þess jafnframt krafist að ráðuneytið veiti tryggingu fyrir því að ekki verði höfð frekari afskipti af rannsókninni og meðferð sakamálsins að öðru leyti. Þá segir einnig að fyrirtækið áskilji sér rétt til að vísa málinu aftur til umboðsmanns verði ekki brugðist við kröfum þeirra. Ráðuneytinu er gefinn frestur til 28. ágúst, eftir viku, til að svara. Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir „Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 19:31 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 „Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. 29. júní 2022 13:01 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
Forsaga málsins er sú að -fjármála- og efnahagsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson sendi lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu erindi vegna netsölu áfengis til neytenda hér á landi í upphafi júnímánaðar í kjölfar þess að heilbrigðisráðherra, Willum Þór Þórsson, sendi erindi til ráðuneytisins þar sem þróun í áfengissölu var sett í samhengi við lög um landlækni og lýðheilsu og við núverandi lýðheilsustefnu stjórnvalda. Málið var svo einnig rætt á þingi. Í kjölfarið kvartaði Sante til umboðsmanns Alþingis sem nú hefur svarað kvörtuninni og beint því til Sante að ráðuneytið fái tækifæri til að leiðrétta og bæta úr ágöllum sem hafa komið upp í fyrri afskiptum áður en málinu er vísað til hans. Í bréfi Sante til ráðuneytisins er bent á að ráðuneytið fari ekki með málefni lögreglunnar, þá segir að ráðherrann sitji á þingi og að afskipti hans af ákæruvaldinu sé brot á þrískiptingu ríkisvaldsins. Þá er einnig bent á að ráðherrann fari með mikilvægar ákvarðanir varðandi fjárveitingar til lögreglunnar. „Tilraunir hans til að hafa áhrif á lögreglurannsókn eru því sérlega óeðlilegar, þar sem þær geta litið út sem tilraun til að misnota fjárhagslegt vald sitt til að hafa áhrif á lögregluna. Þetta grefur undan sjálfstæði lögreglunnar og trúverðugleika hennar,“ segi í bréfinu. Segja ýmsar rangfærslur í bréfi ráðherra Þá er einnig í bréfinu fjallað um sjálfstæði ákæruvaldsins og að lokum bent á ýmsar rangfærslur í bréfinu. „Í bréfi yðar til lögreglunnar er starfsemi okkar ranglega lýst, þar sem fullyrt er að hver einasta pöntun frá neytanda feli í sér sérstakan innflutning á áfengi erlendis frá. Þetta er rangfærsla og staðfestir að þér hafið ekki kynnt yður hvernig netverslunin fer fram. Með réttri stjórnsýslu samkvæmt siðareglum stjórnarráðsins hefðuð þér getað fengið upplýsingar um þetta. Það er beinlínis rangt að netverslun okkar sé starfrækt undir því fororði að í þeim viðskiptum felist innflutningur af hálfu neytenda. Rangfærslurnar í bréfinu bera vitnisburð um að þér hafið ekki sinnt rannsóknarskyldu yðar,“ segir í bréfinu og að ef þeim skyldum hefði verið sinnt hefði verið hægt að koma í veg fyrir að rangar upplýsingar bærust lögreglunni. Í bréfinu er þess einnig krafist að ráðuneytið veiti tryggingu fyrir því að ekki verði höfð frekari afskipti af rannsókninni og meðferð sakamálsins að öðru leyti. Þá segir að fyrirtækið áskilji sér rétt til að vísa málinu aftur til umboðsmanns verði ekki brugðist við kröfum þeirra. Þá er þess jafnframt krafist að ráðuneytið veiti tryggingu fyrir því að ekki verði höfð frekari afskipti af rannsókninni og meðferð sakamálsins að öðru leyti. Þá segir einnig að fyrirtækið áskilji sér rétt til að vísa málinu aftur til umboðsmanns verði ekki brugðist við kröfum þeirra. Ráðuneytinu er gefinn frestur til 28. ágúst, eftir viku, til að svara.
Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Heilbrigðismál Netverslun með áfengi Tengdar fréttir „Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 19:31 Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00 „Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. 29. júní 2022 13:01 ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39 Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Sjá meira
„Það að sá sem fer með fjárveitingarvaldið standi að þessu er sérstaklega ámælisvert“ Framkvæmdastjóri netverslunar með áfengi segir óeðlilegt að pólitískir valdhafar reyni að hafa áhrif á sakamálarannsóknir og vitnar þar í bréf sem fjármálaráðherra sendi lögreglu í gær. Dómsmálaráðherra sendir fjármálaráðherra kaldar kveðjur vegna málsins. 12. júní 2024 19:31
Kærir sjálfan sig til lögreglu Árni Guðmundsson hefur gefið sig fram við laganna verði og játar brot sitt gagnvart áfengislöggjöfinni undanbragðalaust. Hann segist sekur um að hafa keypt áfengi ólöglega. 6. janúar 2024 09:00
„Ekkert hægt að koma í veg fyrir þessa þróun“ Heimkaup opnuðu í dag fyrir sölu á áfengi á vefsíðu sinni. Forstjóri Heimkaupa segir þetta mikil tímamót. Nú sé í fyrsta skipti á Íslandi hægt að versla sér mat og áfengi á sama stað líkt og annars staðar í Evrópu. 29. júní 2022 13:01
ÁTVR stefnir Arnari og Sante vegna brots á einkarétti til smásölu áfengis Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins hefur stefnt Sante ehf, Santewines SAS og Arnari Sigurðssyni, sem er skráður eigandi beggja fyrirtækjanna, til þess að hætta smásölu áfengis á Íslandi. 18. september 2021 18:39