Heimir vill finna óþokka Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 13:31 Heimir Hallgrímsson og Jim Crawford, þjálfari U21-landsliðs Írlands, skellihlæjandi á leik í írsku úrvalsdeildinni. Það gefur góð fyrirheit fyrir samvinnu þeirra. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Sjá meira
Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Sjá meira