Diaz og Salah tryggðu Liverpool fyrsta heimasigur Slots Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. ágúst 2024 15:00 Mohamed Salah skoraði annað mark Liveprool. Marc Atkins/Getty Images Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni undir stjórn Arne Slot. Heimamenn í Liverpool voru mun sterkari í leik dagsins og þeir komust í forystu strax á 13. mínútu þegar Luis Diaz kom boltanum í netið eftir undirbúning Diogo Jota. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins, en Diaz var aftur á ferðinni á 70. mínútu þegar hann lagði upp annað mark heimamanna fyrir egypska markahrókinn Mohamed Salah og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 2-0 sigur Liverpool sem er með sex stig af sex mögulegum eftir tvo leiki. Brentford er hins vegar enn með þrjú stig eftir sigur gegn Crystal Palace í fyrstu umferð. Enski boltinn
Liverpool vann öruggan 2-0 sigur er liðið tók á móti Brentford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Þetta var fyrsti heimaleikur liðsins í deildinni undir stjórn Arne Slot. Heimamenn í Liverpool voru mun sterkari í leik dagsins og þeir komust í forystu strax á 13. mínútu þegar Luis Diaz kom boltanum í netið eftir undirbúning Diogo Jota. Reyndist það eina mark fyrri hálfleiksins, en Diaz var aftur á ferðinni á 70. mínútu þegar hann lagði upp annað mark heimamanna fyrir egypska markahrókinn Mohamed Salah og þar við sat. Niðurstaðan því öruggur 2-0 sigur Liverpool sem er með sex stig af sex mögulegum eftir tvo leiki. Brentford er hins vegar enn með þrjú stig eftir sigur gegn Crystal Palace í fyrstu umferð.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti