200 skemmtiferðaskip á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2024 20:06 Um 200 skemmtiferðaskip munu koma til Akureyrar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar. Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira
Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Sjá meira