200 skemmtiferðaskip á Akureyri Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. ágúst 2024 20:06 Um 200 skemmtiferðaskip munu koma til Akureyrar í sumar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 160 skemmtiferðaskip hafa komið á Akureyri það sem af er sumri og eiga 40 skip eftir að koma. Alls verða þetta því um 254 þúsund farþegar, sem koma með skipunum og munar um minna þegar verslun og þjónusta á svæðinu er annars vegar. Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Það hefur verið mikil örtröð skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar, oft tvö skip á dag, stundum þrjú og jafnvel fleiri. Skipin eru misstór en farþegarnir fara oftast í skipulagðar ferðir á ferðamannastaði í kringum Akureyri á meðan stoppað er, eða skoða sig um á Akureyri og fara þá jafnvel á veitingastaði og í verslanir. „Þau eru nú að koma alls staðar að, þau koma mikið frá Bretlandi og Noregi reyndar og svo eru þetta bara skip, sem eru hérna við Ísland og eru að fara hringinn hérna,” segir Guðmundur Guðmundsson (Guddi), hafnarvörður Akureyrarhafnar. Hvað stoppa þau yfirleitt lengi? „Það er dagurinn, þau koma snemma að morgni og eru farin svona seinnipartinn, fimm, sex eða sjö, þannig er þetta nú.” Guðmundur Guðmundsson, sem er allt í öllu á höfninni þegar skemmtiferðaskipin eru annars vegar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Guðmundur segir að stærstu skipin séu með fjögur þúsund farþega en oft séu þetta tvö til þrjú þúsund farþegar í skipi. Þetta hlýtur að hafa svakaleg jákvæð áhrif á verslun og viðskipti og allt svoleiðis eða hvað? „Já ,heldur betur, rútuferðirnar og allt þetta, þetta er ekkert smáræði, sem að þetta skilar,” segir Guðmundur. Og höfnin fær góðar tekjur af skemmtiferðaskipunum í formi hafnargjalda enda heilmikil umsvif við að þjónusta öll þessi skip. Og svo eru það strákarnir á bryggjunni, sem eru allt í öllu en þeir eru svokallaðir „endamenn“. „Okkar strákar hlaupa um, þetta eru víkingar þessir strákar okkar, við værum ekkert án þeirra,” segir Guðmundur ánægður. „Við erum endamenn, sjáum sem sagt um að taka á móti skipunum með því að setja endana frá skipunum á polla hérna, festa þau við bryggju,” segir Anton Bjarki Jóhannesson, starfsmaður hafnarinnar. „Okkur er stundum boðið um borð, það er gaman, það er mjög gaman,” segir Eiríkur Fannar Ágústsson, starfsmaður hafnarinnar. Félagarnir Anton Bjarki (t.v.) og Eiríkur Fannar, sem eru endamenn á höfninni og líkar starfið mjög vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þannig að þið eruð greinilega alsælir í vinnunni ykkar? „Já, já, það er ekki hægt að segja annað, mjög góðir og glaðir, heldur betur,” segja þeir báðir. Guðmundur með strákunum sínum á höfninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Akureyri Skemmtiferðaskip á Íslandi Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira