„Sá þetta ekki fyrir mér þegar ég átti afmæli síðast“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. ágúst 2024 21:06 Óskar Örn Hauksson (lengst til vinstri) fagnar sigrinum með liðsfélögum sínum í kvöld. Vísir/Diego Óskar Örn Hauksson hélt upp á fertugsafmælið sitt með því að koma inn á í 5-0 sigri Víkings gegn Santa Coloma í fyrri leik liðanna um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. „Ég sá þetta ekki fyrir mér þegar ég átti afmæli síðast þannig að þetta er bara hrikalega gaman,“ sagði afmælisbarnið Óskar Örn í leikslok. Hann segir þó að leikur kvöldsins hafi verið furðulegur, enda sé það ekki á hverjum degi sem lið vinna fimm marka sigur í úrslitaeinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Já, á þessu stigi keppninnar er þetta svolítið skrýtinn leikur. En þetta var virkilega góður leikur af okkar hálfu, en þetta er ekki besta liðið sem við höfum mætt á þessari leið.“ „Við áttum þetta inni eftir heimaleikina undanfarið og það var virkilega ánægjulegt að ná svona góðri frammistöðu í svona mikilvægum leik.“ Hann segir það þó ótrúlegt að Víkingur hafi ekki náð að vinna enn stærra en 5-0. „Já, þegar þú segir það. Það má ekki gleymast að við klúðrum tveimur vítum en vinnum samt 5-0. Maður bjóst ekki við þessu á þessu stigi keppninnar.“ Að lokum vildi Óskar þó ekkert gefa upp um hvort hann þurfi að taka á sig stærra hlutverk í seinni leik liðanna ef Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, ákveður að gefa öðrum leikmönnum kærkomna hvíld. „Það kemur í ljós. Við erum að fara að spila örugglega í miklum hita og hátt yfir sjávarmáli heyrði ég þannig að það verður auðvitað ekkert auðveldur leikur. En þetta er í okkar höndum, klárlega,“ sagði Óskar að lokum. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira
„Ég sá þetta ekki fyrir mér þegar ég átti afmæli síðast þannig að þetta er bara hrikalega gaman,“ sagði afmælisbarnið Óskar Örn í leikslok. Hann segir þó að leikur kvöldsins hafi verið furðulegur, enda sé það ekki á hverjum degi sem lið vinna fimm marka sigur í úrslitaeinvígi um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. „Já, á þessu stigi keppninnar er þetta svolítið skrýtinn leikur. En þetta var virkilega góður leikur af okkar hálfu, en þetta er ekki besta liðið sem við höfum mætt á þessari leið.“ „Við áttum þetta inni eftir heimaleikina undanfarið og það var virkilega ánægjulegt að ná svona góðri frammistöðu í svona mikilvægum leik.“ Hann segir það þó ótrúlegt að Víkingur hafi ekki náð að vinna enn stærra en 5-0. „Já, þegar þú segir það. Það má ekki gleymast að við klúðrum tveimur vítum en vinnum samt 5-0. Maður bjóst ekki við þessu á þessu stigi keppninnar.“ Að lokum vildi Óskar þó ekkert gefa upp um hvort hann þurfi að taka á sig stærra hlutverk í seinni leik liðanna ef Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, ákveður að gefa öðrum leikmönnum kærkomna hvíld. „Það kemur í ljós. Við erum að fara að spila örugglega í miklum hita og hátt yfir sjávarmáli heyrði ég þannig að það verður auðvitað ekkert auðveldur leikur. En þetta er í okkar höndum, klárlega,“ sagði Óskar að lokum.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Sjá meira