Klúðraði færi sem voru 94 prósent líkur á að skora úr Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. ágúst 2024 07:02 Á einhvern óskiljanlegan hátt skoraði Marc Guiu ekki úr þessu færi. Marc Guiu, leikmaður Chelsea, klúðraði sannkölluðu dauðafæri í leik gegn Servette í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Chelsea vann leikinn, 2-0, með mörkum Christophers Nkunku og Nonis Madueke. Aðalumræðuefnið eftir leikinn var samt ótrúlegt klúður Guius skömmu eftir mark Nkunkus. Frakkinn kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Skömmu síðar pressaði Guiu markvörð Servette, Jeremy Frick, og vann boltann. Það eina sem hann átti svo eftir að gera til að koma Chelsea í 2-0 var að renna boltanum í netið. Það tókst honum þó ekki því skotið var mislukkað og Frick varði. Guiu tók frákastið en Guiu varði aftur. Samkvæmt xG tölfræðinni svokölluðu, sem reiknar út hversu líklegt er að skora úr hverju færi, er varla hægt að fá betra færi en Guiu fékk í fyrra skiptið. Færið var með 0,94 í xG og því voru 94 prósent líkur á að hann ætti að skora úr því. En það tókst ekki. xG: You have a 94% chance of scoring this chanceChelsea players: Hold my beer pic.twitter.com/GDv06gaQ3k— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) August 22, 2024 Sem betur fer fyrir Guiu og Chelsea kom þetta klúður ekki í bakið á þeim. Madueke skoraði annað mark heimamanna þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka og gulltryggði sigur þeirra. Seinni leikurinn fer fram í Sviss eftir viku. Guiu, sem er átján ára spænskur framherji, kom til Chelsea frá Barcelona fyrir tímabilið. Hann skoraði tvö mörk fyrir Börsunga á síðasta tímabili. Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Sjá meira
Chelsea vann leikinn, 2-0, með mörkum Christophers Nkunku og Nonis Madueke. Aðalumræðuefnið eftir leikinn var samt ótrúlegt klúður Guius skömmu eftir mark Nkunkus. Frakkinn kom Chelsea yfir með marki úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Skömmu síðar pressaði Guiu markvörð Servette, Jeremy Frick, og vann boltann. Það eina sem hann átti svo eftir að gera til að koma Chelsea í 2-0 var að renna boltanum í netið. Það tókst honum þó ekki því skotið var mislukkað og Frick varði. Guiu tók frákastið en Guiu varði aftur. Samkvæmt xG tölfræðinni svokölluðu, sem reiknar út hversu líklegt er að skora úr hverju færi, er varla hægt að fá betra færi en Guiu fékk í fyrra skiptið. Færið var með 0,94 í xG og því voru 94 prósent líkur á að hann ætti að skora úr því. En það tókst ekki. xG: You have a 94% chance of scoring this chanceChelsea players: Hold my beer pic.twitter.com/GDv06gaQ3k— The xG Philosophy (@xGPhilosophy) August 22, 2024 Sem betur fer fyrir Guiu og Chelsea kom þetta klúður ekki í bakið á þeim. Madueke skoraði annað mark heimamanna þegar fjórtán mínútur voru til leiksloka og gulltryggði sigur þeirra. Seinni leikurinn fer fram í Sviss eftir viku. Guiu, sem er átján ára spænskur framherji, kom til Chelsea frá Barcelona fyrir tímabilið. Hann skoraði tvö mörk fyrir Börsunga á síðasta tímabili.
Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Handbolti Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Handbolti Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Íslenski boltinn Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Fótbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Handbolti Fleiri fréttir Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Mbappé með slæmar fréttir fyrir mótherja Real Madrid Arnar fer með Ísland til Skotlands Sölvi tekinn við Víkingum með Viktor og Aron til aðstoðar Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Elísabet tekin við Belgum Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Sjá meira