Fornbóksali óánægður með skipuleggjendur Menningarnætur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. ágúst 2024 17:51 Bókin ehf. þurfti að slá af viðburð á vegum búðarinnar vegna skerts aðgengis að búðinni. Bókin ehf. Eigandi fornbókabúðarinnar við Hverfisgötu er óánægður með framgöngu Reykjavíkurborgar vegna viðburðarhalds á Menningarnótt sem fer fram í þessum skrifuðu. Verslunin er lokuð í dag þó að til hafi staðið að vera halda viðburð vegna skerts aðgengis að búðinni. Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum. Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira
Í færslu sem Ari Gísli Bragason, eigandi fornbókabúðarinnar, birti á samfélagsmiðlum í dag segir hann að honum þyki leitt að bókabúðin skuli vera lokuð í dag. Til hafi staðið að halda upplestra í dag til klukkan 17 en í gær kom í ljós að skipuleggjendur Menningarnætur hefðu lagt undir sig hlut Klapparstígs til viðburðarhalda og inngang fornbókabúðarinnar þar með talinn. „Þetta hefur verið svolítið þreytandi undanfarin ár og er kannski að ná hámarki núna,“ segi Ari í samtali við fréttastofu. Láta ekkert stoppa sig á næsta ári Hann segist harma það að ekki hafi verið hægt að halda tilætlaðan ljóðaupplestur, þó svo að dagskráin hefði aðeins staðið yfir til klukkan 17. En Reykjavíkurborg, Icelandair og DJ Margeir standa fyrir jógaviðburði á Klapparstígnum frá því um þrjú í dag og segir Ari að hávaðinn hafi einfaldlega verið of mikill. Hann kveðst þó ekki munu láta það stoppa sig héðan í frá. „Við ætlum að vera með viðburði á næsta ári og þá í hávaða eða hljóði. Alveg sama hvort það sé hávaði og læti,“ segir Ari og reifar þá hugmynd við blaðamann að fornbókabúðin komi kannski til með að standa fyrir sínu eigin „reifi“ á næstu Menningarnótt. Biðst afsökunar Téður DJ Margeir hefur nú beðið Ara og fornbókabúðina afsökunar og segir að viðburðarhald komi ekki til með að skerða starfsemi búðarinnar framar. „Ég verð að biðja ykkur innilegrar afsökunar á þessu og mun sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur,“ segir hann í athugasemd við færslu Ara. Hann segist þykja málið afskaplega leiðinlegt þar sem hann hafi lagt sig fram við að halda góðu samstarfi við nágranna. Hann segir jafnframt að ekki sé selt inn á svæðið og að tónlistinni verði haldið lágstemmdri fram eftir degi. „Afsakaðu þetta rask, enn enn og aftur. Mér þykir þetta afskaplega leiðinlegt,“ skrifar Margeir að lokum.
Menningarnótt Reykjavík Verslun Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Sjá meira