„Tvö bestu liðin berjast um titilinn“ Hinrik Wöhler skrifar 25. ágúst 2024 17:01 Pétur Pétursson, þjálfari Vals, stýrði liðinu til sigurs í miklum markaleik á Kaplakrikavelli í dag. Vísir/Anton Brink Pétur Pétursson, þjálfari Vals, hrósaði sigri á Kaplakrikavelli í dag þegar Valur sigraði FH í miklum markaleik. Leikurinn fór 4-2, Val í vil, og situr liðið á toppi Bestu deildar kvenna þegar hefðbundinni deildarkeppni er lokið. „Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn. Besta deild kvenna Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
„Mjög sáttur með þrjú stig og spilamennsku liðsins líka,“ sagði Pétur skömmu eftir leik. Pétur var ánægður með frammistöðu liðsins í dag en Valur lenti óvænt 1-0 undir í upphafi leiks. Valur svaraði þó marki FH skömmu síðar og var staðan jöfn þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. „Það kemur kannski ekkert á óvart, þetta hefur verið svona í sumar líka. Þetta var bara frábært hvernig við brugðumst við því strax og nánast jöfnuðum strax. Stelpurnar spiluðu leikinn vel,“ sagði Pétur um byrjun leiksins. Eftir jafnan fyrri háfleik gáfu Valskonur í og skoruðu þrjú mörk í síðari hálfleik. Mörkin voru keimlík en þau komu eftir hnitmiðuð skot fyrir utan vítateig. „Þetta kom á óvart en sem betur fer voru þetta flott skot,“ sagði Pétur þegar hann var spurður út í markasúpuna í síðari hálfleik. Frábært tímabil hjá Val Eftir 18 umferðir skiptist deildin í tvennt þar sem sex efstu liðin leika sín á milli í efri hluta Bestu deildarinnar. Pétur er í skýjunum með stigasöfnun liðsins hingað til og að auki landaði liðið bikarmeistaratitlinum í síðustu viku. „Mér finnst þetta bara frábært. Það fóru 14 leikmenn frá okkur og nýtt lið búið til. Þá finnst mér þetta frábært tímabil hjá okkur.“ „Það er fimm leikir eftir núna og bara tvö bestu liðin berjast um titilinn og við sjáum hvar hann endar,“ bætti Pétur við þegar hann var spurður út í framhaldið. Sáttur með nýja hárstílinn Valur sigraði Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins í síðustu viku.Vísir/Anton Brink Á dögunum vakti það athygli þegar þjálfarinn ákvað að aflita á sér hárið eftir að hafa landað bikarmeistaratitlinum. Pétur var spurður hvort hann hyggst breyta um hárlit ef liðið hreppir Íslandsmeistaratitilinn. „Þetta er bara minn hárlitur þegar ég var krakki þannig það er bara fínt að hafa þetta áfram,“ sagði Pétur og greinilegt að hann sé sáttur með nýja hárstílinn.
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira